Um 10-15% ungbarna fá magakrampa á fyrstu mánuðum ævinnar. Enginn veit nákvæmlega hvað veldur þessum krömpum og eins er ekki vitað af hverju sum börn fá krampa, en önnur ekki. Óþægindi og grátur byrja þegar krampakenndur samdráttur myndast í þörmum ásamt útþenslu á sama tíma af völdum lofts. Þetta gerist þar sem meltingarfæri barnanna eru enn að þroskast. Barnið vill drekka og þyngist, en oft eftir máltíð myndast þessi óþægindi og barnið grætur sárt.

Ungbarnamagakrampar hafa mikil áhrif á sálartetur foreldranna, ekki síður en barnsins. Og afleiðingin er oft margar svefnlausar nætur. Þetta getur haft mikil áhrif á heimilislífið og vinnuafköst foreldranna, daginn eftir. Áhyggjur af barninu, vorkunsemi og angist vegna vanlíðan barnsins, getur svo með tímanum, eftir margar grátstundir og vökunætur, breyst í pirring og ósætti á milli foreldranna og skapað mikla óþarfa spennu innan heimilisins.

Magakrampar geta haft sérstaklega slæm áhrif á foreldra með fyrsta barn, þau eru oft óörugg og upplifa oft vonbrigði vegna þess að þeirra barn sé óværara en þau áttu von á, eins eru þau oft uppfullt af samviskubiti vegna líðan barnsins, þó að þau hafi í raun ekkert með krampana að gera.

Mataræði móður með barn á brjósti getur haft áhrif á gasmyndun hjá barninu. Matur og drykkir sem taldir eru geta truflað barn brjóstamóður eru t.d. appelsínusafi, grænmeti og þá sérstaklega laukur og hvítkál, ávextir eins og epli og plómur, kryddaður matur, kaffi, te og súkkulaði. Ekki er úr vegi að prófa að taka ofantalið úr mataræðinu, eitt og eitt í senn og prófa sig áfram hvort að hafi áhrif á líðan barnsins.

Misjafnt er hvað hægt er að gera til að róa börn með þennan leiða kvilla.

  • Sum vilja að gengið sé með þau um gólf og ruggað hratt eða dansað með þau.
  • Sum vilja láta rugga sér rólega, í fanginu, í vöggunni eða í barnarólum eða -stólum.
  • Sum vilja vera í magapokum eða -sekkjum, sem næst líkamshita og andardrætti foreldris.
  • Sum vilja vera vafinn þétt í teppi og liggja alveg kyrr.
  • Sum vilja að maginn sé nuddaður rólega – þá skal nudda í litla hringi og færa höndina frá vinstri til hægri – getur hjálpað barninu að losa vind.
  • Sum vilja vera á mjúkri ferð og þá er bílferð ágætis kostur.
  • Sum vilja hlusta á róandi tónlist eða suðandi hljóð, prófa sig áfram með tónlist og eins að syngja fyrir barnið, það að syngja róar líka foreldrið. Einnig hefur í sumum tilfellum verið nóg að kveikja á ryksugu.
  • Einnig ætti að reyna að fá barnið til að drekka hægar og láta það ropa oftar á milli sopa.
  • Eins gæti hjálpað að halda barninu heldur meira uppréttu á meðan að það drekkur. Prófið að finna nýjar stöður, en gleymið ekki að mikilvægt er að móðir sé í afslappaðri stöðu og líði vel á meðan á brjóstagjöf stendur.

Alltaf skal hafa í huga að nauðsynlegt er fyrir foreldra magakrampabarns að hvíla sig vel á þeim tímum sem að barninu líður vel og sefur, til að safna orku fyrir næstu krampaóværð. Andlegt ástand foreldra og þeirra sem eru nærri barninu getur haft mikið að segja með líðan þess. Ekki skal hika við að biðja um aðstoð sinna nánustu til að geta gefið sjálfum tíma til að vera maður sjálfur, öðru hvoru. Nota þá tímann vel og hvíla sig eða gera eitthvað sem gefur manni sjálfum og sálartetrinu, huggun og vellíðan.

Magakrampar eru einungis tímabundið vandamál hjá barninu og ganga oftast yfir í kringum fjórða mánuð. Kramparnir eru ekki hættulegir barninu og hamla þeim á engan hátt til þroska, jafnvel hefur verið haldið fram að magakrampabörn séu oft hressari og jafnvel fljótari til.

Hómópatískar remedíur hafa oft hjálpað mikið þegar að börn eru með magakrampa. Til þess að finna þá remedíu sem hentar best skaltu taka vel eftir barni þínu. Ýtir það fótum upp að maga? Reigir það sig aftur á bak? Líður því betur ef þú heldur á því? Vill það hæga eða hraða hreyfingu?

Hér eru nokkrar af þeim remedíum sem reynst hafa vel við ungbarnamagakrampa:

Aethusa • Allium cepa • Belladonna • Bryonia • Calcarea carbonica • Chamomilla • Colocynthis • Dioscorea • Lycopodium • Magnesia phosphorica • Nux Vomica • Pulsatilla

Nánari umfjöllun og fleiri remedíur eru teknar fyrir í bókinni Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, hægt er nálgast bókina í vefsölu www.htveir.is

Tekið skal fram að ávallt er heillavænlegast að leita sér aðstoðar hjá reyndum hómópata, til að auka líkur á að rétt remedía sé valin.

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Comments are closed.

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.