Reglulega koma upp í lífi flestra, tímabil sem eru uppfull af skemmtilegum samfögnuðum. Það er svo skrítið að oftar en ekki virðist sem annað hvort er ekkert um að vera eða það streyma boðskortin inn um póstlúguna eða í inboxið í gegnum tölvupósta.

Til að stikla á stóru þá getum við nefnt árin þegar þú og vinirnir, jafnaldrarnir eigið stórafmæli og allir bjóða í stórveislur, fermingarveislunar á vorin, sumartíminn þegar skemmtilegu garðboðin eru á góðviðrisdögum, þorrablótin, árshátíðarnar og síðast en ekki síst á aðventunni þegar jólahlaðborðin eru alsráðandi. Öll þessi boð eru svo skemmtileg, með tilheyrandi kræsingum, gnægtum af mat og drykkjum.

Við þekkjum flest þá tilfinningu að horfa á hlaðborð hlaðið kræsingum og fyllast svo mikilli gleði yfir litadýrðinni og ilminum að við vitum vart hvar skal byrja og hvar að enda. Allt er svo girnilegt að við hreinlega verðum að smakka á öllum réttunum. Útlit margra réttanna er svo framandi og margt sem við höfum ekki áður smakkað, bragðlaukarnir tútna út og við hefjumst handa í dásemdar gleðiáti. Eftir 2 jafnvel 3 heimsóknir að hlaðborðinu erum við meira en lítið södd, en við eigum enn eftir að smakka nokkrar tegundir og hugurinn segir okkur að við bara verðum að fara eina ferðina enn, því allt skal smakkast. Þó svo að við eigum erfitt með að setja þann skammt í magann þá er það nú oft þannig að á endanum er diskurinn tómur. Eftir sitjum við alörlega sprungin með tilfinningu um stærðarinnar stein í maganum og þurfum að losa um fötin, allavega um efstu töluna.

Daginn eftir er ekki ólíklegt að við vöknum þreytt og útblásin, með tvöfalda fingur og garnagaul líkt og heill flokkur af vegavinnuvélum sé að störfum í meltingarfærum okkar.

Líkami okkar á oft erfitt með vinna úr slíkum kræsingunum og ljúfu veigunum sem renna svo ljúft með og sýnir oft miður skemmtileg einkenni næsta dag. Þá er gott að eiga til einföld ráð við timburmönnum og að eiga til þær remedíur sem gott er að hafa við höndina þegar slík tímabil koma upp og margar veislur og fagnaðir eru framundan.

Hómópatískar remedíur sem gætu gagnast vel við slíku OF MIKIÐ ástandi, allt eftir einkennum sem hver og einn sýnir og hvort heldur er vegna of mikils matar eða drykkja, gætu til dæmis verið:

Nux vomicaIpecacuanhaCarbo vegetabilisLycopodiumPulsatillaArsenicum

 

  • Nux vomica er sú remedía sem algengust er þegar viðkomandi hefur drukkið og/eða borðað í óhófi. Algengustu einkenni sem hún sýnir er mikill höfuðverkur, viðkvæmni gagnvart birtu, lykt og hljóðum. Oft er tilfinning um að grjót sé í maganum og algengt er að viðkomandi lýsi ástandi sínu á þennan hátt: „Ef ég bara gæti kastað upp, þá myndi mér líða betur“
  • Ipecacuanha sýnir einkenni eins og mikla ógleði og uppköst, en viðkomandi líður ekki betur þrátt fyrir að kasta upp.
  • Carbo vegetabilis sýnir sig þannig að viðkomandi er algjörlega kraftlaus, jafnvel svo búinn á því að það líður yfir hann við minnstu áreynslu. Maginn er mikið útblásinn og viðkomandi ropar mikið.
  • Lycopodium sýnir sig oft sem að mikið og hátt garnagaul heyrist frá maganum og matarlyst er mikil. En viðkomandi er mjög viðkvæmur fyrir því að föt þrengi að maganum og verður hann þá að losa um.
  • Pulsatilla er þurr í munni, en samt ekki þyrst. Höfuðverkur og meltingartruflanir vegna óhófs í mat og viðkomandi er útþaninn, flökurt og hann kastar jafnvel upp.
  • Arsenicum sýnir höfuðverk og mikið eirðarleysi.  Hefur brennandi magaverki, sem geta hjaðnað við að drekka mjólk. Viðkomandi er þyrstur, en vill þó einungis drekka litla sopa, oft og reglulega.

Konur ættu sérstaklega að hafa í huga að rétt fyrir og í byrjun blæðinga, þá er Estrogen í lágmarki í líkamanum og þá er hætta á að líkaminn þoli minna magn áfengis og að það hafi meiri áhrif. Oft leiðir það til meiri ógleðistilfinningu og timburmenn geta orðið meira áberandi á þessum tíma tíðarhringsins.

Góður morgunverður eftir óhóflega neyslu alkóhóls er Omeletta, með tómötum, röspuðum gulrótum, röspuðum rauðrófum og selleríbitum. Cysteine í eggjunum hjálpa líkamanum að framleiða andoxunarefnið Glutathione, sem líkaminn tapar töluvert af við alkóhóldrykkju, grænmetið er ríkt af B og C vítamínum, ásamt steinefnum sem tapast einnig við slíka iðju. Bananar og mjólk geta einnig hjálpað til við að vinna upp magnesiumbirgðir sem tapast við áfengisdrykkju.

Hér fylgja ýmis góð ráð til að lina einkenni timburmanna, sérstaklega vegna of mikillar áfengisdrykkju.

Gott er að taka 1-2 teskeiðar af hunangi og svo 1 teskeið á hálftíma fresti í 2 klukkutíma. Hunangið inniheldur frúktósa sem hvetur til niðurbrots alkóhóls í blóðinu. Þetta ráð skal alls ekki nota ef viðkomandi er sykursjúkur eða með ofnæmi fyrir hunangi.

Gott er að borða eins mikið af agúrku og þú hefur lyst á. Agúrkan inniheldur ensímið Erepsin, sem dregur verulega úr áhrifum alkóhóls í líkamanum.

Gott er að taka inn kvöldvorrósarolíu 1000 mg og B-vítamín, með miklu vatni eða góðum appelsínusafa, áður en farið er í rúmið eftir glaða stund og marga drykki. Ef það gleymist fyrir svefninn, þá ætti að skella því í sig um leið og vaknað er daginn eftir.

Engiferte róar magann og er tilvalið daginn eftir ef viðkomandi hefur ógleðiseinkenni timburmannanna.

Einnig er hægt að drekka vatnsglas með 1/8 hluta teskeiðar af Cayenne pipar.

Stundum eru timburmenn afleiðing  ónæmis vegna tegundar alkóhólsins sem drukkið var. Ef tekið er tillit til hvernig hómópatía virkar „líkt læknar líkt“ þá er ráð að setja 1 dropa af sömu tegund alkóhóls og drukkið var, í vatnsglas og drekka 3 sopa. Ef einkenni fara ekki á u.þ.b. 5 mínútum, klárið þá vatnsglasið og bíðið í aðrar 5 mínútur. Ef þetta ráð hjálpar ekki, er sennilega ekki um að ræða ónæmi fyrir þeirri alkóhóltegund.

Einnig eru margar jurtir sem gætu hjálpað:

Ginsengrót í urtaveig, sem te eða í belgjum, róar og kemur jafnvægi á meltinguna.

Mjólkurþystill nærir og verndar lifrina.

Fíflablöð og -rót, hrukkunjólarót og hvítlaufssalatrót kæla og hreinsa lifrina.

Ýmis jurtate geta hjálpað meltingunni að komast í jafnvægi, til dæmis er eftirfarandi teblanda mjög góð: Blandið saman 1 msk  fíflarót, 1 msk  fíflablöð og 1 tsk af engifer  í 3 bolla af vatni og látið malla í 20 mínútur. Kælið og drekkið 3-4 bolla á dag. Einnig getur verið mjög gott að bæta 1 msk af kínversku Kudzujurtinni út í teið.

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem kindle útgáfu (ebook) á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem kindle útgáfu (ebook).
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.