Vefjasaltið Ferrum phosphoricum hjálpar til við súrefnisflutning í frumum líkamans og finnst í rauðum blóðfrumum.  Það styrkir veggi blóðfrumna og slagæða. Ferrum phosphoricum er hitalækkandi, andlit einstaklingsins er heitt og rautt. Ferrum phosphoricum er nauðsynlegt fyrir góða heilsu. Það virkar vel sem stuðningur með annars konar meðferð og sem uppbygging eftir veikindi. Ferrum phosphoricum er mest notað af vefjasöltunum tólf.

Kvillar líkamans þar sem Ferrum phosphoricum gæti verið gagnleg eru meðal annars:

Auðveldar hringrás á súrefnisríku blóði • Mjög gott við blóðleysi • Hjálpar líkamanum að mynda járn • Blæðing, nýlegur áverki á vöðva •  Eftir aðgerð • Eftir barnsburð • Sýking • Hæsi og sár háls •  Bronkítis • Tognun á vöðva og liðtognun • Bætir matarlyst • Virkar mjög vel hjá eldra fólki, þar sem blóðrás er orðin hæg • Hárið dautt með engum glans • Eykur líkamlegan vöxt

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.