Calcarea sulphurica
Vefjasaltið Calcarea sulphurica fyrirfinnst í bandvef, stoðvef og virkar vel ef um ígerð og gröft er að ræða. Calcarea sulphurica getur hjálpað í þeim tilfellum þegar ígerð hefur verið langvarandi. Einnig getur það aðstoðað við að eyða ónýtum blóðfrumum, einkum þegar gröftur vellur úr sári eða ígerðarsvæði.
Kvillar líkamans þar sem Calcarea sulphurica gæti verið gagnleg eru meðal annars:
Skán á tungu eins og þurr sprunginn leir • Bólur og graftarnabbar á andliti • Nasabrúnir sárar • Blóðnasir • Hósti með hita, þrálátu hæsi og bronkítis • Hor með þykkum, kekkjóttum, graftarlegum útskilnaði • Eyrnabólga, útskilnaður úr eyra stundum blandaður blóði • Viðkvæm bólga bak við eyra • Sýking í auga með gulum þykkum útskilnaði • Höfuðverkur með svima og ógleði • Hverskyns húðútbrot um allan líkamann • Bólur, graftarkýli og ígerðir • Naglrótarbólga • Hreinsandi fyrir lifrina
Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is
Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2
Flokkað efni
- Börnin okkar (71)
- Fréttir (17)
- Heildræn heilsa (157)
- Hreyfing (9)
- Húsdýrin (9)
- Karlar (90)
- Konur (100)
- Meðganga og fæðing (14)
- Næring og uppskriftir (41)
- Remedíur (37)
- Sálgæsla (1)
- Sýkingar og slappleiki (38)
- Vefjasölt (15)