Almennar upplýsingar

Meðaltími hlaupabólusmits er yfirleitt um 14-21 dagur. Hlaupabóla orsakast af veiru (varicella-zoster) og er mjög smitandi.

Smitið byrjar nokkrum dögum áður en einkennin birtast og standa þar til vatnskenndu blöðrurnar (útbrotin) hafa sprungið. Fyrsta vísbending getur verið vægur hiti, höfuðverkur, eymsli í hálsi og slappleiki.

Útbrotin byrja sem litlir deplar sem breytast síðan í blöðrur, þetta getur staðið yfir allt frá nokkrum dögum til allt að tveimur vikum. Vatnskenndu blöðrurnar springa síðan og mynda lítil sár sem verða hörð og þorna upp. Útbrotin eru algengust á efri hluta búks.

Hómópatískar remedíur hafa oft hjálpað mikið þegar börn eru með hlaupabólu. Hér fyrir neðan eru nokkrar þeirra nefndar, sem hugsanlega gætu hjálpað:

  • Aconite, Belladonna eða Ferrum phosphoricum: geta reynst vel í byrjun þegar hiti er til staðar, áður en útbrot byrja að myndast.
  • Antimonium crudum: getur reynst vel ef barnið er pirrað og erfitt er að gera því til hæfis. Hvít skán er á tungunni. Hósti eða bronkítis fylgja oft.
  • Antimonium tartaricum: getur átt við ef barnið er vansælt, slappleiki er til staðar og slen. Hósti eða bronkítis fylgja oft. Útbrotin geta verið sein að birtast.
  • Pulsatilla: getur átt við ef barnið er grátgjarnt, þarfnast huggunar og félagsskapar. Lítill eða enginn þorsti er til staðar og barninu líður betur við að baða sig og við ferskt loft.
  • Rhus toxicodendron: getur átt við ef mikill kláði er til staðar og barnið er mjög órólegt. Barnið getur jafnvel ekki verið kyrrt sökum kláða. Þetta er góð remedía til að hafa í huga ef kláði er megin einkenni eða jafnvel eina einkennið.
  • Sulphur: getur átt við ef mikill kláði er í útbrotunum og á svæðinu í kring með roða og oft finnst börnum eins og húðin sé að brenna. Kláðinn magnast í hita og í heitu rúmi og er oft verstur á kvöldin. Barnið vill kalt að drekka og finnst gott að liggja á köldu og að leggja kalda bakstra á kláðasvæðið.

Hómópatía kemur ekki í veg fyrir hlaupabólu, en hún getur degið úr einkennum og gert veikindin styttri og bærilegri fyrir barnið.

Tekið skal fram að ávallt er heillavænlegast að leita sér aðstoðar hjá reyndum hómópata, til að auka líkur á að rétt remedía sé valin. Hér fyrir ofan er einungis nefndar örfáar remedíur en fleiri remedíur koma til greina, allt eftir einkennum hjá barninu.

Á árum áður voru haldin „hlaupabólupartý“ fyrir krakka, ef fréttist af einhverju barni með hlaupabólu. Ýttu hér ef þig langar að lesa sögu um hlaupabólu og „hlaupabólupartý“. Sagan er á ensku.

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.