Vefjasaltið Magnesia phosphorica vinnur í gegnum taugar líkamans og nærir hvíta svæðið í taugunum. Magnesia phosphorica finnst í vöðvum, taugum, heila, beinum, tönnum, sæði og blóðfrumum.  Magnesia phosphorica hentar oft best mjóslegnu fólki með ljóst litarhaft, sem er taugaveiklað að eðlisfari. Einstaklingur sem er ófær um að framleiða magnesium fær gjarnan nýrna- eða gallsteina. Magnesia phosphorica hefur reynst sérlega vel við krömpum í líkamanum. Verkir og krampar flakka um líkamann og eru betri við heita bakstra.

Kvillar líkamans þar sem Magnesia phosphorica gæti verið gagnleg eru meðal annars:

Slappleiki • Þreyta og magnleysi • Krampar • Sinadrættir, sérstaklega hjá barnshafandi konum • Tíðakrampar • Magakrampar • Ungbarnamagakrampi • Krampar eftir að skrifa eða labba mikið • Ristilkrampar • Hiksti • Þvagteppa • Allir verkir eru með smá herpingi, samdrætti eða krampa

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

One Response to Magnesia phosphorica

  1. […] This post was mentioned on Twitter by Gudny Osk Didriksd, htveir. htveir said: Frábært vefjasalt sem að hjápar við t.d. sinadrætti – endilega finnið tækifærið til að prófa 🙂 http://fb.me/CDT80cJ9 […]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem kindle útgáfu (ebook) á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem kindle útgáfu (ebook).
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.