Gigt er bólguástand í líkamanum og er ein af meginorsökum gigtar of mikil sýra í blóðinu, sem að veldur bólgum. Margar tegundir eru til af gigt, þær algengustu eru Liðagigt og Slitgigt. Eins má nefna Vefjagigt, Fjölvöðvagigt, Þvagsýrugigt, Psoriasisliðagigt og Rauða Úlfa. Gigt getur gert vart við sig mjög skyndilega eða hún getur stigmagnast yfir langan tíma.

Liðagigt er krónískur sjúkdómur sem lýsir sér í bólgnum liðum sem að geta aflagast og liðverkjum. Hún er algengari hjá konum og kemur oftast fram milli 30-40 ára. Liðagigt er verri í kulda og raka. Einkennin eru að liðir verða stirðir og verkja. Hefðbundin einkenni bólgu s.s. verkur, hiti, roði, fyrirferð og minnkuð hreyfigeta, fylgja. Verkurinn orsakast vegna álags á liðinn og kemur svo í ljós eftir hvíld. Þegar á líður kemur svo fram stirðleiki á morgnana eða við fyrstu hreyfingu. Aðallega í litlum liðum s.s. fingrum og tám. Einnig herjar hún á úlnliði, olnboga, axlir, hné og ökkla og á mjöðm í alvarlegri tilfellum. Verkur og stirðleiki getur einnig komið fram í hálsi og kjálkaliðum og þar sem að bringubein og viðbein mætast. Vöðvaverkir aukast, vöðvakrampar og eyðilegging liða fer af stað. Þessu fylgir að útlimir dofna og verða kraftlausir sökum bólgu, bólgu í taugum og sinum og taugar klemmast. Ef síðan sinar verða fyrir svo langvarandi áreiti geta þær slitnað og þá getur liðurinn aflagast. Gigtarhnútar geta myndast á álagssvæðum s.s. á olnbogum og kjúkum, það gerist hjá u.þ.b. 20% einstaklinga.

Slitgigt lýsir sér þannig að brjóskið í liðnum eyðist og þynnist, samtímis því bólgnar liðpokinn og vökvinn í liðnum eykst og liðamótin gildna. Þetta ástand er algengara hjá eldra fólki og hjá konum. Einnig eru meiri líkur á slitgigt hjá keppnisfólki í íþróttum, verkafólki og fólki sem þjáist af liðagigt fyrir og þar sem að liðir hafa orðið fyrir einhverskonar hnjaski eða skemmdum. Slitgigt er verri í kulda og raka. Einkennin eru algengust í hryggjarliðum, höndum og fótum, einnig í mjöðmum og hnjám, þ.e. í öllum liðum með miklu álagi. Á byrjunarstigi eru óþægindi og eymsli í liðnum. Þetta ágerist og verður slæmur verkur og stífleiki, allt verra við hreyfingu en betra í hvíld. Erfitt er að byrja að hreyfa sig úr kyrrstöðu, en þegar liðamótin hitna, dregur úr eymslunum. Það brakar í liðum og vöðvar í kring eru viðkvæmir. Vöðvarnir rýrna með tímanum og bólga myndast vegna aukins vökva í liðunum.

Matur getur oft farið misvel í einstaklinga með gigt og gott getur verið að prófa sig áfram með mataræðið og sjá hvort að með því að sleppa því að borða vissan mat geti það dregið úr einkennum. Oft þarf að hreinsa mikið til í mataræðinu, fylgja einföldu og léttu fæði, í einhvern tíma og losa líkamann við óæskileg úrgangsefni.

Mjólkurvörur eru þungmeltar og íþyngja því hreinsikerfi líkamans. Þær geta haft neikvæð áhrif á sogæðakerfið, sérstaklega þegar búið er að gerilsneiða mjólkina og fitusprengja. Ostar eru verstir.

MSG eða Þriðja kryddið, E-621, monosodiumglutamate, bragðefni. Þetta efni leynist víða í unnum matvælum og ber alltaf að varast. Það eykur allar bólgur í líkamanum og veldur þar af leiðandi meiri verkjum.

Salt eykur bólgur í líkamanum og myndar bjúg. Sykur ber að varast, hann veikir allt sem er veikt fyrir.

Svínakjöt skal varast, þar sem svín hafa ekki gott líkamshreinsikerfi.

Sítrusávextir hækka sýrustig í blóðinu, en sítrónur eru þó undantekning á því og eru ráðlagðar t.d. með því að kreista ½ sítrónu í volgt vatn á hverjum morgni á fastandi maga.

Maturinn spilar oft stóra þátt í líðan okkar, en margt annað er hægt að gera til að fá líkamann til að starfa betur og draga úr verkjum. T.d. að nota jurtir til að hjálpa hreinsilíffærum okkar að vinna betur, lifur, lungum, nýrum og ristli. Margar jurtir hafa einstaka hreinsunarhæfileika og mikið lækningargildi. Oft þarf að huga að meiri útiveru og hreyfingu, súrefni eitt og sér getur hjálpað mikið. Og eins og alltaf, að drekka mikið vatn!

Hómópatía hefur einnig reynst mjög vel í mörgum gigtartilfellum, hér að neðan er listi  yfir örfáar remedíur sem oft hafa hjálpað við slík tilfelli, tekið skal fram að ávallt er heillavænlegast að leita sér aðstoðar hjá reyndum hómópata, til að auka líkur á að rétt remedía sé valin.

Arnica montana • Aurum metallicum • Bryonia • Calcarea carbonicaCausticum• Calcarea fluorica • Dulcamara • Kali bichromicum • Kali carbonicum • Ledum palustrePulsatilla • Rhododendron Rhus toxicodendron • Ruta graveolens

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

One Response to Gigt – hvað er til ráða!

  1. […] This post was mentioned on Twitter by Gudny Osk Didriksd, Vaikunthanath Kavira. Vaikunthanath Kavira said: RT @GudnyOsk: Ný grein á http://www.htveir.is http://fb.me/Tw9CE5tA […]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem kindle útgáfu (ebook) á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem kindle útgáfu (ebook).
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.