Vefjasaltið Natrum muriaticum hefur með vökvajafnvægi og vökvanotkun líkamans að gera. Allt sem viðkemur líkamsvökva, hvort heldur of mikinn eða of lítinn. Mikilvægt hlutverk Natrum muriaticum er framleiðsla á saltsýru. Of lítil sýra, þýðir hæg melting, sérstaklega á kalsíumríkri fæðu.

Kvillar líkamans þar sem Natrum muriaticum gæti verið gagnleg eru meðal annars:

Orkuleysi  og vonleysistilfinning • Þróttleysi og veikir vöðvar • Þungur svefn og þreyta á morgnana • Kaldir og dofnir útlimir • Bjúgsöfnun víða um líkamann • Ef húðin er sprungin vegna vökvaskorts • Sprungnar varir og fingurgómar • Exem í andliti og hársverði • Hamrandi höfuðverkur, verstur á morgnana • Kvef með glærum útskilnaði og hnerra • Minnkandi lyktar- og bragðskyn  • Saltlöngun • Viðkvæm augu sem tárast í vindi • Þurr háls og nef  • Mikill þorsti • Blæðingar frá maga og þörmum • Heymæði  • Bakverkur sem er betri við að liggja á hörðu, með púða undir mjóbakinu

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

2 Responses to Natrum muriaticum

 1. Guðrún Freydís says:

  Sæl. Það eru atriði sem passa við mig eins og bjúgsöfnun og viðkvæm augu, kvefið, ég er alltaf með stíflaðar ennisholur. Hvernig er þetta ath. Kv. Guðrún Freydís

 2. htveir says:

  Sæl Guðrún Freydís

  Vefjasöltin ein og sér geta gert kraftaverk, einnig henta þau einkar vel, séu þau notuð með hómópatískum remedíum.

  Skoðaðu greinarnar hér á vefnum:
  Ennis- og kinnholubólgur http://www.htveir.is/?p=2126 og
  Kvef og flensur http://www.htveir.is/?p=602 í þessum greinum gætir þú fundið góð ráð til að hjálpa þér. Einnig er hér lýsing sem fram kemur í bókinni *Meðganga og fæðing með hómópatíu* á bjúg þar sem Natrum muriaticum gæti hjálpað

  Natrum muriaticum: Gæti átt við ef bólgur
  eru í kringum augu og á útlimum. Bjúgur á
  útlimum versnar eftir að hafa verið í sól og hita.
  Kona sem þarf á Natrum muriaticum að halda er
  oft tilfinningalega lokuð og þreytist venjulega
  mikið við að vera í sól. Hún er oftast þyrst og
  með mikla löngun í salt og saltan mat.

  Mikill hluti af þeim upplýsingum sem fram koma í bókinni eiga ekki endilega eingöngu við ef um þungun er að ræða.

  Vonandi finnur þú ráð og svör við spurningum þínum – ávallt er þó heillavænlegast að leita sér aðstoðar hjá útlærðum hómópata ef vandamálið hefur verið langvarandi.

  Gangi þér vel

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem kindle útgáfu (ebook) á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem kindle útgáfu (ebook).
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.