Natrum phosphoricum
Vefjasaltið Natrum phosphoricum finnst í blóði, vöðvum, taugum, heila og innanfrumuvökva. Natrum phosphoricum heldur líkamsvökvum fljótandi og kemur í veg fyrir stíflur og vökvatap. Einstaklingar sem drekka of mikla mjólk og borða sætindi, eiga í erfiðleikum með að melta það sem þau hafa neytt og verða súr. Sýrustig líkama þeirra verður of hátt, þau ropa, æla og fá jafnvel grænar hægðir. Natrum phosphoricum felur í sér niðurbrot á mjólkursýru. Ef mjólkursýra er of mikil í líkamanum er aukin hætta á t.d. vöðvagigt, liðagigt og meltingartruflunum.
Kvillar líkamans þar sem Natrum phosphoricum gæti verið gagnleg eru meðal annars:
Hiti með gulri tungu og gulu hori • Hjálpar við að halda galli í jafnvægi • Gula • Gallsteinar • Nýrnasteinar • Þvagsýrugigt • Ófullnægjandi melting fitu, vegna skorts á galli • Hægðartregða • Ógleði • Brjóstsviði • Súr magi með uppþembu • Uppköst og loft í maga • Njálgur • Bleyjuútbrot • Hvítar/grænar hægðir • Hjálpar til við eitlastarfsemi t.d. vegna bólgnir eitlar • Skjaldkirtill • Kvef og síendurteknar kvefsýkingar, gult þykkt hor • Liðir bólgnir og stífir • Kopar eða súrt bragð í munni
Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is
Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2
Flokkað efni
- Börnin okkar (71)
- Fréttir (17)
- Heildræn heilsa (157)
- Hreyfing (9)
- Húsdýrin (9)
- Karlar (90)
- Konur (100)
- Meðganga og fæðing (14)
- Næring og uppskriftir (41)
- Remedíur (37)
- Sálgæsla (1)
- Sýkingar og slappleiki (38)
- Vefjasölt (15)