Vefjasaltið Natrum phosphoricum finnst í blóði, vöðvum, taugum, heila og innanfrumuvökva. Natrum phosphoricum heldur líkamsvökvum fljótandi og kemur í veg fyrir stíflur og vökvatap. Einstaklingar sem drekka of mikla mjólk og borða sætindi, eiga í erfiðleikum með að melta það sem þau hafa neytt og verða súr.  Sýrustig líkama þeirra verður of hátt, þau ropa, æla og fá jafnvel grænar hægðir. Natrum phosphoricum felur í sér niðurbrot á mjólkursýru.  Ef mjólkursýra er of mikil í líkamanum er aukin hætta á t.d. vöðvagigt, liðagigt og meltingartruflunum.

Kvillar líkamans þar sem Natrum phosphoricum gæti verið gagnleg eru meðal annars:

Hiti með gulri tungu og gulu hori • Hjálpar við að halda galli í jafnvægi • Gula • Gallsteinar • Nýrnasteinar • Þvagsýrugigt • Ófullnægjandi melting fitu, vegna skorts á galli • Hægðartregða • Ógleði • Brjóstsviði • Súr magi með uppþembu • Uppköst og loft í maga • Njálgur • Bleyjuútbrot • Hvítar/grænar hægðir • Hjálpar til við eitlastarfsemi t.d. vegna bólgnir eitlar • Skjaldkirtill • Kvef og síendurteknar kvefsýkingar, gult þykkt hor • Liðir bólgnir og stífir • Kopar eða súrt bragð í munni

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem kindle útgáfu (ebook) á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem kindle útgáfu (ebook).
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.