Calendula er unnin úr blöðum og blóminu Marigold, Morgunfrú.

Calendula er mjög græðandi á öll sár og er gefin í inntöku sem remedía og einnig notuð sem tinktúra til hreinsunar og að sótthreinsa sár. Krem og gel með calendula eru tilvalin sem áburður á hrein sár og einnig á ýmis húðvandamál.

Nokkur algeng einkenni:

Sár og skurðir eftir skurðaðgerðir. Öll fleiður og tætt sár. Legusár. Brunasár. Eftir tannúrtöku.

Blæðandi gyllinæð, blæðing eftir fæðingu, blæðandi magasár.

Rifinn vöðvi og slitin liðbönd.

Sprungin hljóðhimna og rispur í auga eftir sandkorn eða annan aðskotahlut.

Exem, bleyjuútbrot.

Gott að nota sem munnskol við særindum í hálsi og munnangri.

Gott að nota sem skol í auga, við særindum eftir aðskotahluti.

Einkenni eru betri við hita, að vera á mjúkri hreyfingu eða að liggja grafkyrr.

Einkenni eru verri við rakt og skýjað veður, í kulda og seinnipart dags.

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem kindle útgáfu (ebook) á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem kindle útgáfu (ebook).
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.