Sulphur er steinefni, sérlega mikið er af því í jarðvegi, í og við gosvirk jarðsvæði. Sulphur er ein aðalremedían við húðvandamálum og ein af fimm hómópatískum remedíum sem kölluð er grunnremedía.

Sulphur – Börn

Börn geta annars vegar verið þéttbyggð, með gróft og mikið sterkt hár, með rauðar varir, eyru og augnhvarma. Og hins vegar, mjó, með renglulega leggi, magamikil, föl, með þurra og sprungna húð.

Þau hafa yfirleitt fullkomna stjórn á umhverfi sínu. Vilja að fólki líki vel við sig, þegar það hentar þeim. Þau eru þrjósk, oft ógeðfelld, árásargjörn og oftar en ekki foringjar í sínum hóp. Liggja mikið, þó ekki í sólinni, sól ertir húð þeirra. Eru lífleg á kvöldin og vilja ekki fara að sofa, berjast á móti því að fara í rúmið. Vakna oft upp hlægjandi á nóttunni. Eru löt, t.d. ef þau væta rúmið, liggja þau frekar í því, heldur en að standa upp. Heitfeng og með heitar hendur. Sparka af sér sænginni á nóttunni. Þurfa ekki að klæða sig áður en að þau fara út og spá lítið í það hvernig þau eru til fara, sumir mundu jafnvel segja að þau væru frekar ósnyrtilegt. Þau elska bækur, fyrir utan skólabækurnar. Hafa oftast mikla matarlyst.

Sulphur – Fullorðnir

Eru miklir hugsuðir með heimspekilegar hugsanir, sem eru oft óskýrar. Líflegt fólk og fjörugt, en geta verið grunnhyggin, ágeng, frek og metnaðarfull. Hafa annað hvort mjög mikið eða mjög lítið sjálfstraust. Reiði rennur fljótt af þeim og þau geta verið rausnaleg og gjafmild. Þau eru opin og vilja oft vera miðpunktur athyglinnar og fá margar frábærar hugmyndir, oft byltingakenndar, skilja ekki afhverju aðrir meta þær ekki. Hræðast að fá ekki viðurkenningu og dreyma um að verða fræg. Þau geta verið móðgandi, særandi og notfært sér aðra. Eru oft lofthrædd og öryggislaus, hrædd við drauga og það að mistakast í viðskiptum. Geta verið „latir draslarar“, alltaf þreytt. Geta legið útaf og lesið frá morgni til kvölds, finnst óþarfi að standa ef þau geta setið og sitja ekki ef þau geta legið. Klára sjaldan verkin sín og leita að ástæðu til að fresta öllu. Eru forvitin og hnýsast um aðra. Segja öðrum til um hvernig þeir eigi að hegða sér. Kvarta mikið og eru gleymin. Eiga það til að vera drusluleg til fara og ósnyrtileg, lykta oft illa og vilja síður baða sig. Hafa oft þurra húð og ýmis húðvandamál. Oft í yfirvigt, en nenna ekki að stunda líkamsrækt.

Einkenni:

Birtast oftast á vinstri hluta líkamans.

Heitfeng, en viðkvæm fyrir dragsúg. Geta orðið kulsækin á efri árum. Mikill roði alls staðar, munnur, varir, augu, eyru, kynfæri, rass. Oftast með brennheitar fætur og svitna mikið. Stinga fótunum útundan sænginni á nóttinni, vegna hita. Eru oft andvaka og vilja sofa á vinstri hlið, geta ekki sofið á bakinu. Fá martraðir og vakna oft upp á næturnar. Dreyma góða, litríka drauma.

Óþægindi í húð, roði, hiti og mikill kláði. Exem, Psoriasis, oftast eru húðvandamál verri á nóttunni og við böðun. Þurr húð, oft sprungin og klæjar.

Blóðrás og melting hæg, blóðsykurskortur. Niðurgangur eða harðlífi, gyllinæð. Stórar sársaukafullar hægðir. Vindgangur, ropa fúlt. Mjög þyrst í kalda drykki, erfitt að pissa. Vakna á nóttinni til að fara á klósett.

Konur viðkvæmar á blæðingatímabilinu, höfuðverkur, svimi, pirringur, sviti og svefntruflanir.

Lifur veik.

Einkenni eru verri við að vera í heitu, lokuðu herbergi, að vera með ábreiðu, að vera í heitu rúmi, við að þvo sér, um 11 á morgnana, á milli 4-5 á næturnar, við fullt tungl, að standa lengi, við að drekka mjólk og kalda drykki og við að borða lauk.

Einkenni eru betri við að vera í heitu og þurru lofti, að liggja á hægri hlið, við hreyfingu, að svitna, að borða heitan mat, heita drykki og vín.

Matur:

Sækir í sterkan, kryddaðan mat, hráan mat, sætindi, súkkulaði, verður að fá kjöt, grænmeti, ostrur, rjómi, rauðvín, bjór, wisky og aðra áfenga drykki.

Vill ekki kjöt, egg, ólífur, kjúkling, sterka osta, fituríkan mat, mjólk, súrsætt, brauð, fisk og tóbak.

One Response to Sulphur

  1. Litli kisi says:

    Áhugavert 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem kindle útgáfu (ebook) á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem kindle útgáfu (ebook).
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.