Exem er bólga í húð sem getur byrjað á hvaða aldri sem er. Húðbólga kemur oft fram eftir að hafa komist í snertingu við eitthvað sem að áreitir húðina, en exem kemur án þess að svo sé, kemur innan frá líkamanum. Skyldleiki er á milli exems og asma, oft hefur sami einstaklingur báða sjúkdóma og/eða saga um báða sjúkdóma eru í fjölskyldusögu.

Exem tekur á sig margar myndir, en algengustu einkenni eru þurrkur og kláði. Húðin er oft rauð, hún þykkist, springur og stundum vessar glær vökvi og litlar blöðrur myndast. Kláðinn getur orðið svo mikill að einstaklingurinn klórar sér til blóðs. Algengustu svæði eru í olnbogabótum og hnésbótum, en getur komið um allan líkamann.

Oft byrjar exem á andliti, kinnum og hársverði, en nær undantekningalaust eru úlnliðir og ökklar, olnboga- og hnésbætur líka með einkenni. Allt uppundir 50% einstaklinga fá asma og heymæði seinna á ævinni. Ef exemið hefur verið mjög mikið eru meiri líkur á að einstaklingur þrói asma.

Mataræði og aukaefni í mat geta einnig verið valdandi þættir. Exem er ættgengt og er því meiri áhætta á exemi hjá barni ef að annað eða báðir foreldrar hafa húðvandamál. Fólk sem vinnur með ertingarefni s.s. ull, bensín, olíu, hreinsilegi, málma, sápur, ýmis spray og gúmmí eru í meiri áhættu fyrir því að þróa exem.

Forðast skal að nota sápur með ilmefnum og að takmarka þvottaefnisnotkun. Nota góð, hrein og fiturík krem, helst ekki krem með auka- og ilmefnum. Calendula krem hefur reynst vel og einnig AD smyrsl, svo einhver séu nefnd. Gott er að hafa nokkur krem í gangi og skipta u.þ.b. vikulega. Laxerolía (Castor oil) útvortis getur dregið verulega úr bólgum í exemi, einnig hefur hrein kókosolía sýnt fram á undraverðan árangur.

Mikilvægt er að taka inn góðar fitusýrur og draga verulega úr sykurneyslu. Hafragrautur er tilvalinn morgunmatur fyrir þá sem að hafa exem. Í haframjöli eru mjög virk efni sem að hjálpa bæði húðinni og meltingunni. Melting og húð eru mjög tengd líffæri og því er nauðsynlegt að hugsa vel um hvað fer ofan í magann til að ná húðinni góðri.

Hómópatía hefur reynst mjög vel í mörgum exemtilfellum, hér að neðan er listi yfir ÖRFÁAR af þeim allmörgu remedíum sem að oft hafa hjálpað við slík tilfelli, en tekið skal fram að ávallt er heillavænlegast að leita sér aðstoðar hjá reyndum hómópata, til að auka líkur á að rétt remedía sé valin.

Arsenicum: Útbrot eru þurr og skorpukennd, verri frá 12-12, betri við hita, þurr brennandi tilfinning. Hræðist og er verri við að vera einn, er kaldur og kvíðinn,

Graphities: Útbrot eru rök eða lekur úr þeim, hunangslituð útferð. Húð þurr og sprungin. Oft þykkildi aftan við eyru og exem í lófum. Verri við að borða sætan eða kaldan mat og sjávarfang. Verri yfir blæðingar. Betri eftir svefn.

Sulphur: Útbrot eru þurr og flagnandi. Mikill kláði. Roði í kringum munninn. Verða verri við að baða sig, verri við sápu og verri í hita (sérstaklega í rúminu). Verri á morgnana og eftir bað, verri í kulda. Eru betri á sumrin.

Petroleum: Húð er viðkvæm og sprungin. Sýkist auðveldlega ef að klórað er til blóðs. Bruni og kláði. Verri í röku veðri og á veturna. Betri við hita og í þurru veðri.

Hér að neðan er dæmi um hvernig hómópatísk meðferð getur hjálpað fólki með exem.

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem kindle útgáfu (ebook) á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem kindle útgáfu (ebook).
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.