Sepia er unnin úr bleki smokkfisks. Áður fyrr var þetta efni notað til lækninga við lekanda og nýrnasteinum.

Sepia – Börn

Börn eru fremur fölleit, kulvís og viðkvæm fyrir veðrabreytingum. Þau eru oft pirruð og orkulítil og vilja þá fá að vera í friði. Eiga það til að vera alvarleg og kvíðin og vilja ekki vera ein. Oft eru þau neikvæð, fýlugjörn og löt.

Sepia – Fullorðnir

Þurfa að hafa mikið að gera, eru framagjarnir vinnufíklar. Líkamsrækt er mikilvægur hluti í lífi Sepia, hún æfir til að líða vel. Álagið vegna mikillar vinnu og æfinga verður að vítahring, andlega og líkamlega fer hún niður á við vegna ofurstress. Virðist oft tilfinningalaus, reið, pirruð og gagnrýnin, sínöldrandi, harðbrjósta manneskja sem kvartar stöðugt.  Tilfinningalega dofin, finnst hún vera dauð inn í sér og klippir á fólk. Andstæðan getur svo orðið mikil ofurviðkvæmni með doða fyrir öllu og öllum. Er oft grátgjörn og er mjög viðkvæm fyrir lykt.

Kynlífsþörf fer minnkandi og hún vill ekki láta snerta sig. Er oft útslitin kona, þar sem blóðrásin verður hæg og hendur og fætur verða kaldar. Hún verður þunglynd, hugurinn verður sljór og allt verður erfitt.

Sepia sem móðir, getur verið hörð og grimm gagnvart börnum sínum og maka. Hún hreytir í fólk og vill vera ein. Eftir á líður henni illa yfir því hvernig hún kemur fram, labbar í burtu og grætur vegna sektarkenndar. Finnst hún vera rosa þung líkamlega t.d. þegar hún er á blæðingum er svo mikill þrýstingur niður í grindinni að finnst henni allt vera að þrýstast út og hún þarf að krossleggja fætur.

Á byrjunarstigi getur þetta verið mjög orkumikil kona á framabraut, þangað til hún keyrir sig of langt og fellur þá í djúpt ástand. Hún er oft föl, elskar að dansa og talar upp úr svefni.

Einkenni:

Við öllu hormónaójafnvægi. Á meðgöngu, eftir fæðingu, á kynþroskaskeiði, á breytingaskeiði, eftir legúrtöku,við pilluna og eftir fóstureyðingu. Vegna blóðsykurskorts, höfuðverkja, æðahnúta.

Tilhneyging til fósturláts á 3 mán. og blæðinga á 5-6 mán. Er algeng við öllum meðgöngukvillum og morgunógleði, sem er verri við alla lykt og betri við að borða. Kona getur farið í Sepiu ástand eftir erfiða fæðingu. Fæðingarþunglyndi og oft á hún erfitt með að léttast eftir fæðingu.

Blæðingar: eru miklar, óreglulegar, tíðarstopp, verkir, þunglyndi.

Pirringur, sykurþörf og viðkvæmni fyrir blæðingar. Tíðarkrampar. Mígreni kringum blæðingar.

Tíðahvörf: er heitfeng, með liðverki, pirruð og þunglynd.

Blöðruvandamál: Blöðrusig og þvagleki.

Pelvic svæði : Grindarbotn lélegur, mjóbaksverkir, settaug.

Gyllinæð.

Langvarandi sorg: Konur sem lifa óhamingjusömu lífi án þess að gera neitt í því og eru bitrar.

Óskýr sjón vegna höfuðverkja, augnlok þung. Vinstri höfuðverkur fyrir ofan vinstra auga.

Psoriasis.

Einkenni eru betri við hreyfingu, við hita, við að vera upptekin, við að dansa, við ferskt loft, við að sofa, við þrýsting, við kalda drykki, við að borða, kalda drykki, á kvöldin, við að krossleggja fætur, við að vera ein.

Einkenni eru verri við kulda, við kynlíf, fyrir blæðingar, á meðgöngu, á milli 14:00 og 17:00, á morgnanna.

Matur:

Sækir í súran mat og drykki, sætindi og áfengi.

Vill ekki mjólk, svínakjöt, fitu og salt.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.