Hómópatía við fyrstu einkennum.

Þegar notuð er hómópatía við fyrstu einkennum eyrnabólgu eða hálsbólgu má oft koma í veg fyrir að sýkingarnar nái að þróast yfir á alvarlegra stig. Þegar remedíur eru notaðar taka veikindin oftast skemmri tíma. Einkennin eru mildari og þróast ekki yfir í önnur veikindi.

Glært nefrennsli
Þegar einkennin hefjast, gefið þá Kali muriaticum og Ferrum phosphoricum með 2 – 4 klukkustunda millibili, allt eftir hversu mikil einkennin eru.

Þykkt litað nefrennsli
Ef nefrennslið verður fljótt litað, gulgrænt, gefið þá Pulsatilla, 2 -3 á dag.

Eyrnaverkur eftir kulda
Ef eyrnaverkur kemur mjög snögglega eftir að barnið hefur verið í köldum þurrum vindi, gefið þá Aconite á ½ tíma fresti þar til verkur minnkar.

Tanntaka og eyrnaverkir
Ef einkennin koma sem afleiðing eftir eða með tanntöku, gefið þá Chamomilla annað hvort á ½ tíma fresti þar til einkenni minnka eða 3 sinnum á dag, á meðan tanntöku stendur.

Hálskirtlar
Ef eyrnabólga (eyrnaverkur) kemur í kjölfarið á hálsbólgu, gefið þá Hepar sulphuris tvisvar sinnum á dag, það ætti að draga úr bólgu hálskirtlanna og gæti komið í veg fyrir að eyrnabólgan nái að þróast.

Ef einkennin eru ekki horfin innan tveggja daga er heillavænlegast að ráðfæra sig við reyndan hómópata við val á hentugustu remedíunni.

Hér eru nefndar nokkrar af þeim remedíum sem reynst hafa vel við eyrnabólgum:


Aconite: Ytra eyra er heitt og aumt. Verkur kemur oft snögglega eftir þurran kaldan vind. Sláttaverkur. Hár hiti og oft fylgir þurr hósti og stíflað nef. Viðkomandi er mjög þyrstur. Líður verr við hávaða, tónlist.

Belladonna: Eyra, hljóðhimna, eyrnagangar og andlit er rautt og heitt. Verkur kemur snögglega, oft eftir klippingu eða kaldan vind. Oftar hægra eyra, en það vinstra. Sláttarverkur sem leiðir niður í hálsinn. Stingur í eyranu. Hiti (oft með óráði), særindi í hálsi, hálsinn er heitur og kirtlar bólgnir. Líður verr um kl. 21 og á nóttunni, við hreyfingu, við að sitja, við heitan bakstur. Belladonna er sjaldan gefin ef eyrnabólgan hefur verið í lengur en 3 daga.

Chamomilla: Mikill verkur og pirringur. Barn jafnvel öskrar og grenjar og það er engan vegin hægt að gera því til geðs. Er óþolinmótt og óhuggandi. Viðkvæmt fyrir snertingu, en vill láta halda á sér og rugga. Finnst eyrað vera fullt, með suðhljóði. Tengist oft tanntöku. Barnið svitnar. Líður verr um kl. 21-24, við kulda, við kaldan vind. Líður betur við hita.

Pulsatilla: Kemur oft eftir að hafa orðið kalt eða við að verða blautur. Eyra er rautt, heitt og bólgið. Tilfinningin er eins og eyrað sé fullt. Sár háls, hósti og hiti. Er ekki þyrst, en vill frekar kalt að drekka. Ef útskilnaður er, þá er hann þykkur, gulur/grænn, en brennir ekki.
Líður verr á nóttunni, í heitu rúmi (vill ekki ábreiðu). Líður betur við kaldan bakstur, ferskt loft, við meðaumkun og vill láta rugga sér varlega.

Ferrum phosphoricum: Svipar til Aconite og Belladonna, nema verkur kemur hægar og ekki eins mikill. Gefið á fyrsta stigi bólgu. Oftast er bólgan vinstra megin. Finnst eins og hávaði sé í eyranu. Fölar eða rauðar kinnar, svitnar og er þyrstur eins og Belladonna. Getur fylgt viðkvæmni í stikilbeini. Útskilnaður er blóðlitaður.

Hepar sulphuris: Eyra er mjög viðkvæmt fyrir snertingu, kulda, vindi og hávaða. Stingandi verkur og útskilnaður er illa lyktandi. Sjúklingur er pirraður og tekur pirringsköst. Oft fylgir þurr hósti. Líður betur við hita og heita bakstra.

Oft ef um bráðan eyrnaverk hægra megin er að ræða þá slær Belladonna oftast á verkinn, en ef verkur er vinstra megin þá slær Ferrum phosphoricum oftast á verkinn. Þegar eyrnabólgan kemur ekki mjög snöggt dugar Pulsatilla oftast, sérstaklega hjá börnum.

Ef engar remedíur eru við höndina, skal skera lauk og hengja laukhring utan um eyrað eða skræla og kljúfa hvítlauksrif, setja í grisju og leggja inn í eyrað, með plástri yfir. Það getur dregið úr bólgu og verkjum.

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem kindle útgáfu (ebook) á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem kindle útgáfu (ebook).
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.