Þegar einstaklingur finnur fyrir depurð, er það ástand sem kallar á athygli. Eitthvað er að sem þarfnast breytinga og úrvinnslu.

Oft er það of mikið stress og áreiti sem erfitt getur verið að höndla sem veldur þesslags ójafnvægi og eins gætu mikilvægar tilfinningar hafa verið lokaðar inni. Sorg og missir þarfnast síns tíma og skilnings til að vel sé hægt að vinna úr. Eins eru það oft minni erfiðleikar, s.s. eins og almenn vonbrigði, misklíð í samböndum eða í starfi sem getur komið af stað depurð.

Vannæring, ofnæmi, hormónaójafnvægi og lífefnafræðilegar ástæður geta einnig verið orsakavaldar.

Hér eru nefndar ÖRFÁAR af þeim fjölmörgu remedíum sem að geta komið að góðu gagni vegna depurðar. Tekið skal fram að ávallt er heillavænlegast að leita sér aðstoðar hjá reyndum hómópata við val á hæfustu remedíunni við hvert tilfelli.

Arsenicum album • Aurum metallicum • Calcarea carbonica • Causticum • Cimicifuga • Ignatia • Kali phosphoricum • Natrum carbonicum • Natrum muriaticum • Pulsatilla • Sepia • Staphysagria

Arsenicum album:

Kvíði, óöryggi og fullkomnunarárátta, getur orðið til þess að kröfur til sjálfs sín standist ekki og einstaklingur verður dapur. Áhyggjur um veraldleg gæði geta komið einstaklingi í þetta ástand. Einstaklingur verður kröfuharður á aðra og jafnvel tortrygginn og hræðist tilhugsunina um að vera orðinn veikur og að ástand hans versni.

Aurum metallicum:

Alvarlegt og „fókuserað“, metnaðarfullt fólk, sem á það til að falla í depurð ef að ekki gengur allt eins vel og áætlanir stóðu til um. Vanmáttarkennd, niðurlæging og reiði geta leitt til tilfinninga um tómleika og gagnleysis. Einstaklingi líður verr á nóttinni, hann fær martraðir og á erfitt með svefn.

Natrum muriaticum:

Lokað fólk með mikla ábyrgðarkennd. Oft niðurbæld reiði, sorg, ástvinamissir eða hræðsla um að hafa ekki úr nógu að mauða. Vilja ekki huggun og vilja vera ein ef þau að þurfa að gráta. Eru kvíðin og sökkva sér í gamlar sorgir. Hafa oft mígreni, bakverki og oft fylgir svefnleysi depurðinni. Þau sækja í salt, saltan mat og þreytast auðveldlega í sólinni.

Staphysagria:

Þögul, viðkvæm og tilfinningarík, á erfitt með að standa fyrir sínu. Særindi, skömm, niðurlæging og bældar tilfinningar leiða til depurðar. Geta orðið ofsareiðir, jafnvel kastað til hlutum ef að þeir eru undir of miklu álagi. Svefnleysi, tannverkir, höfuðverkur, magaverkur og blöðrubólga geta einnig komið ef mikið álag er á einstaklingi.

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.