Chamomilla er unnin úr allri plöntunni. Megineinkenni þessarar remedíu eru sársauki, reiði og óróleiki.

Chamomilla  – Börn

Mjög erfitt er að gera þeim til geðs. Þau eru yfir sig pirruð, rífast og skammast og vita ekkert hvað þau vilja. Vilja láta halda á sér og láta rugga sér, en hætta ekki að gráta. Geta grátið út í eitt. Gráturinn er reiðilegur. Þau eiga það jafnvel líka til að gráta í svefni.

Þau eru svo viðkvæm fyrir verkjum að það getur liðið yfir þau. Sársaukinn getur verið svo mikill að þau öskra, æpa og sparka frá sér. Þau þola illa að vera skömmuð og eiga það til að kasta sér brjáluð í gólfið þegar sett er ofan í við þau. Eru þrjósk, ör og fá brjálæðisköst þegar þau fá ekki það sem þau vilja. Geta jafnvel brotið hluti í reiðikasti. Eftir slík köst verða þau svo veik. Þegar þau eru veik getur önnur kinn þeirra verið rauð og þrútin. Þau verða mjög viðkvæm fyrir að fá í eyrun ef þau eru mikið úti, því þau þola illa vind og kulda.

Magakrampar hjá ungbörnum, krampar og loft eru í maganum, þau draga fæturnar upp að kviðnum.  Ekki er hægt að gera þeim til hæfis á nokkurn hátt. Eru svo reið að þau sparka frá sér og gráta alla nóttina.

Tanntaka ungbarna, þau eru mjög pirruð og ómöguleg. Viðkvæm í öllu andlitinu og ekkert róar þau, þau gráta út í eitt. Fá oft niðurgang með tanntökunni, grænleitan eins og spínat, sem lyktar eins og rotið egg. Stundum fylgir kvef og hiti.

Chamomilla – Fullorðnir

Konur fara oft í Chamomilla ástand í fæðingu þegar sársaukinn verður of mikill. Þær verða pirraðar, rífast og skammast við alla nálægt þeim og engan vegin er hægt að gera þeim til geðs. Þær vilja fá vera einar. Einnig ef blæðingaverkir koma með þessum sömu einkennum, pirring og reiði. Þær verða viðkvæmar fyrir hávaða, allri truflun, jafnvel það að yrt er á þær gerir þær pirraðar.

Einkenni:

Almennt eru einkenni Chamomilla vinstra megin í líkamanum.

Höfuðverkur í helmingi höfuðs, með púlsandi verk og höfuð er heitt.

Uppsöfnuð reiði og pirringur. Martraðir hjá börnum.

Sársauki með dofa. Tannpína. Eyrnaverkur.

Þurr hakkandi hósti. Þorsti.

Allir krampar bæði hjá börnum og fullorðnum.

Dyslexía og önnur talvandamál hjá börnum.

Niðurgangur grænn, slímugur eins og spínat og stundum gulbrúnn.

Bólga í mjólkurkirtlum vegna svefnleysis og pirrings.

Verkir sem flakka á milli staða.

Einkenni eru verri við dragsúg og vind, í heitu herbergi, við tilhlökkun, við snertingu, á nóttunni, kl. 21:00-24:00, ef eru reið, við að drekka heitt og við kaffi.

Einkenni eru betri við kaldan bakstur, við að haldið er á þeim, við hita, við milt veður, að drekka kalda drykki og klaka.

Matur:

Vill ekki bjór, kaffi, heita drykki, kjöt og súpur.

Sækir í kalda drykki, brauð, súrt, grænmeti og kaffi.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem kindle útgáfu (ebook) á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem kindle útgáfu (ebook).
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.