Algengustu fótasveppir (Tinea pedis) er sýking sem kemur vegna örvera (dermadophyta), en einnig getur fótasveppur verið ein af afleiðingum gersveppasýkingar (candida). Sveppurinn lifir á dauðum húðfrumum, hári og á nöglum.

Fótasveppur er alls ekki hættulegur, en er hvimleiður og getur verið mikið lýti. Oftar en ekki fylgir mikill kláði, sérstaklega á milli tánna. Roði myndast og oft koma útbrot sem svíða og jafnvel blöðrur. Útbrotin geta síðar orðið þurr, sprungin og byrjað að flagna. Táneglur geta orðið gular, þykkar og aflagaðar. Sveppurinn þrífst á röku og heitu svæði og hann smitast auðveldlega. Hægt er að smitast af því að ganga á gólfi sem smitaður einstaklingur hefur gengið um áður, t.d. í íþróttasölum eða á sundstöðum. Eins er hægt að smitast af því að nota sama handklæði og smitaður hefur notað og af fatnaði hans. Einnig við að vera of mikið og lengi í einu, í lokuðum skóm, sérstaklega ef um skó úr gerviefnum er að ræða.

Til þess að komast hjá því að smitast af algengustu fótasveppum þarf að :

  • Þvo fætur og þurrka, vel og reglulega. Sérstaklega vandlega á milli tánna.
  • Velja sokka úr náttúrulegum efnum, bómull og ull.
  • Vera í sundskóm eða sandölum á almenningssundstöðum og -sturtum.

Ef aftur á móti fótasveppur hefur náð að smita fætur eru til náttúrulegar aðferðir sem að vinna á sýkingunni sem t.d. eru:

Hvítlaukur

Hvítlaukur inniheldur sveppadrepandi efni og hafa rannsóknir sýnt að hann gefi góða raun gegn fótasveppum. Skerið hvítlauksgeira í tvennt og nuddið varlega yfir sýkta svæðið daglega. Einnig er hægt að strá hvítlauksdufti í sokkana áður en að farið er í þá.

Mentol

Berið mentoláburð á fæturna. Fara skal varlega ef blöðrur hafa þegar myndast eða mikill roði, ef sviði er til staðar og svæði viðkvæmt.

Kjarnaolíur

Tea Tree olía, Appelsínuolía, Fennelolía, Piparmyntuolía, Blóðbergsolía, Einisolía og Blágúmmítrésolía geta allar verið hjálplegar gegn fótasveppasýkingu.

Ýmsar hómópatískar remedíur hafa reynst vel við fótasveppi, hér eru nokkrar þeirra:

Baryta carbonica Graphitis Nitricum acidum Thuja Silica

Ef vel er hugsað um fæturna, gott hreinlæti er ávallt viðhaft og ofangefin atriði höfð í huga, dregur verulega úr áhættunni að þurfa að eiga við hvimleiðan og illa útlítandi fótasvepp.

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is

www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem kindle útgáfu (ebook) á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem kindle útgáfu (ebook).
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.