Silica er unnin úr kísilsandi og er ein af fimm hómópatískum remedíum sem kölluð er grunnremedía.

Silica – Börn

Börn sem lenda í langri, erfiðri fæðingu og eru viðkvæm og brothætt. Oft halda þau ekki höfði, því vöðvar eru slappir. Eru eins og postulínsdúkkur, fínleg og smágerð.

Þau nærast illa á móðurmjólkinni, hafna henni jafnvel. Verða veik andlega og eða líkamlega, með lélegt ónæmiskerfi, meltingavandamál, veik bein og vöðva. Eru oft með stórt höfuð og svitna mikið á höfðinu. Eru róleg og þeim vantar allan kraft til að drífa sig áfram. Hoppa aldrei og djöflast eins og önnur börn. Eru þægu, góðu og feimnu börnin. Þau þola illa líkamlega áreynslu og allar veðrabreytingar fara illa í þau, kuldi og raki og það að blotna í fæturnar dregur verulega úr þeim orku. Mjólk fer illa í þau, þau kasta henni upp og fá niðurgang. Þau eru nákvæm og nota hugann til að vinna upp líkamlegan vanmátt. Þeim gengur vel í skólanum, spyrja mikið, en fá gjarnan höfuðverk við lærdóminn. Eru mjög þrjósk, sem passar ekki við þæga góða barnið. Vilja hafa húfu á höfðinu, nánast í hvaða veðri sem er.

Silica – Fullorðnir

Er fíngert, oft smávaxið og viðkvæmt fólk. Er oft fólk sem vantar þrautsegju og er kulvíst.

Þau þola illa að missa úr svefn og geta ekki hugsað þegar þau eru þreytt. Hafa oft lélegt sjálfsmat og vilja ekki taka á sig ábyrgð vegna þess að þau telja sig vanhæf. Þau slá gjarnan öllu á frest og hafa áhyggjur af öllu sem bíður þeirra. Verða úrvinda við tilhugsunina eina. Fara alltaf öruggu leiðina og eiga mjög erfitt með að taka ákvörðun. Hafa slæmt minni og eru utan við sig.

Eru oft vannærð og mjög þyrst. Svitna auðveldlega.

Einkenni:

Almennt er Silica kulvís og andlega útkeyrð.

Eru viðkvæm fyrir mat og hafa oft ofnæmi.

Sprungnar varir og sár í munnvikum.

Krónískt mígreni sem byrjar í hnakka, leiðir til hægra auga, sem er betra við þrýsting.

Liðagigt  sem er verri í kulda og röku veðri.

Öll  graftarmyndun og sýkingar, t.d. kvef, hálsbólga, bronkítis, ennis- og kinnholubólgur, kýli, sár, neglur, augu. Húð með bólum, sem grefur í.

Undirmiga.

Einkenni eru verri við þreytu, á meðgöngu, í heitu herbergi, í þungu lofti, við veðrabreytingar, við að liggja á vinstri hlið, við að fara í bað eða í sund, við kaffi og við alkóhól.

Einkenni eru betri við hita, við að fá heitan mat og á sumrin.

Matur:

Líkar við kaldan mat og drykki, egg og ís .

Líkar ekki við kjöt, ost, sætindi og mjólk.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem kindle útgáfu (ebook) á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem kindle útgáfu (ebook).
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.