Cantharis
Cantharis er unnið úr bjöllu, sem stundum er nefnd Spænska flugan (Spanish Fly)
Cantharis – Manngerð
Er óróleg, reið og pirruð.
Getur skyndilega orðið rugluð og fengið ranghugmyndir.
Æpir og stynur af kvölum.
Fær óráð og líður verr við að líta á skínandi hluti.
Getur sýnt ofbeldisfulla hegðun.
Einkenni:
Almennt eru einkenni hægra megin.
Allt kemur mjög skyndilega og ofsafengið og er stundum líkt við óveður.
Brunatilfinning kemur með flestum einkennum, einnig svíðandi, skerandi eða nístandi verkur.Ofurviðkvæm fyrir öllu.
Algengt vegna blöðrubólgu, oft með blóði.
Tilfinning eins og heitur þráður sé upp eftir þvagrásinni, verkur verri á undan, á meðan og á eftir að pissa. Pissar dropum með brennandi verk. Er stöðugt mál að pissa.
Þvagteppa.
Brunasár eða blöðrur með miklum sviða.
Magabólgur með brennandi verk.
Niðurgangur með brennandi verk og blóðlitum hægðum sem er verri við að drekka kaffi.
Hálsbólga með brennandi verk. Erfiðleikar með að kyngja vökva.
Mjög þyrst en vill ekki drekka.Einkenni eru verri við að pissa, við rennandi vatn og vatnsnið, við snertingu, á nóttunni, við hita, við að drekka kalda drykki, við að drekka kaffi og að sjá skínandi, glampandi hluti.
Einkenni eru betri við kulda, kaldan bakstur, við þétt nudd, við hvíld og að liggja á bakinu.
Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is
Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2
Flokkað efni
- Börnin okkar (71)
- Fréttir (17)
- Heildræn heilsa (157)
- Hreyfing (9)
- Húsdýrin (9)
- Karlar (90)
- Konur (100)
- Meðganga og fæðing (14)
- Næring og uppskriftir (41)
- Remedíur (37)
- Sálgæsla (1)
- Sýkingar og slappleiki (38)
- Vefjasölt (15)