Hvað er fegurð? Í nútíma þjóðfélagi eru endalaus skilaboð um hvernig þú eigir að líta út. Fyrirsagnir vefmiðla og auglýsingar eru duglegar við að setja fyrirfram ákveðnar línur, hálfgerðar reglur, um hvernig útlit á að vera til að manneskjan sé talin falleg og boðleg samferðafólki sínu. Það sem því miður gleymist ansi oft í þessari umræðu er að fegurð kemur innan frá og allir eru fallegir á sinn eigin hátt. Hvað er fallegra en geislandi heilbrigði? Hér er samantekt um hvað hægt er að gera til að ýta undir náttúrulegt heilbrigði á auðveldan hátt. Verum sátt við þann líkama sem við fengum í vöggugjöf, nærum hann á réttan hátt og leyfum okkur að vera við sjálf geislandi af fegurð.

Húðin

Húðin er beint eða óbeint tengd við öll líffæri líkamans og er aðallíffæri hans til að hreinsa sig.  Önnur úthreinsunarlíffæri líkamans eru ristillinn, nýrun og lungun. Ef þessi líffæri eiga í vandræðum með að losa líkamann við úrgang, þá sést það strax á húðinni, hún verður olíukennd, svitnar mikið og myndar útbrot.

Ef húðin er föl, gæti verið að viðkomandi sé blóðlítill, hafi lakan járnforða eða að hann hafi vanvirkan skjaldkirtil.

Ef húðin er þurr, getur það bent til ónægs vökva eða skorts á fitusýrum (Omega-3, 6 og 9). Einnig getur það vísað til skorts á A og B vítamínum. Það að drekka of mikið kaffi, te eða alkóhól þurrkar einnig upp húðina.  Hormónaframleiðsla líkamans, breytingaskeið kvenna og vanvirkur skjaldkirtill, spila stóran þátt í ástandi húðarinnar.

Gráleit húð sést oft hjá reykingarfólki og þeim sem reyna of mikið á líkamann. Einnig hjá þeim sem hafa veika lifur.  Einnig getur gráleit húð verið merki um undirliggjandi hjartavandamál eða annars konar alvarlegt ástand.

Til að hjálpa húðinni sem mest, að vera heilbrigð og skínandi, er algjörlega nauðsynlegt að auka vatnsdrykkju, a.m.k. 6-8 glös af vatni á dag, hætta að reykja, taka inn góðar fitusýrur og borða meira af fræjum.  Einnig að passa vel að sinkbúskapur líkamans sé nægur.

Neglur

Það tekur neglur fingranna u.þ.b. 4 mánuði að vaxa og táneglur allavega 6 mánuði. Ef neglurnar vaxa hægar og verða mislitar, gæti verið um naglasveppasýkingu að ræða eða lélega næringarupptöku líkamans.

Neglur með hvítum blettum geta bent til skorts á sinki og eða kalki í líkamanum.

Ef roði er á húð í kringum naglaböndin, getur það bent til að Omega-3 og 6 fitusýrur vanti í líkamann.

Ef neglur klofna og brotna, getur verið að skortur sé á A vítamíni, kalki, silicu og fleiri steinefnum. Einnig gæti verið próteinskortur og sýrustig gæti verið í ójafnvægi.

Almennt ætti að borða 6-8 skammta af ávöxtum og grænmeti á dag, til að neglurnar fái nægjanleg vítamín og steinefni.  Einnig er ráðlegt að borða bæði hnetur og fræ, þar sem að þær eru ríkar af fitusýrum, sinki og próteini.

Hárið

Hárið getur sagt mikið til um almenna heilsu. Það er uppbyggt á próteinum, keratíni og steinefnum, ástand hársins segir til um magn næringar sem viðkomandi vinnur úr fæðu sinni. Góð næring og góð melting sýnir sig í útliti hársins.

Hárlos er arfgengt og hormónatengt. Sjaldgjæft er að konur verði sköllóttar eins og karlmenn verða, en hárið þynnist með aldrinum hjá báðum kynjum.  Hárlos getur komið í kjölfar barnsburðar eða eftir áfall. Stress, slæmt mataræði, skortur á járni og skyndilegt þyngdartap, getur einnig leitt til hárloss.

Þurrt hár getur skapast vegna ónægjanlegs próteins í fæðu, skorts á fitusýrum, vanvirkni skjaldkirtils og breytingaskeiðs eða vegna þeirra hársnyrtivara sem notuð eru.

Gráu hárin koma venjulega með aldrinum, en stundum getur hárið gránað snögglega eftir stórt áfall.  Einnig vegna blóðskorts og skjaldkirtilsvandamála.

Borða skal almennt heilsusamlegt fæði, með nægum próteinum. Tyggja matinn vel, svo að líkaminn vinni sem allra mest af næringu úr honum. Huga vel að steinefnabúskap og taka góðar fitusýrur.

Augun

Oft er sagt að augun séu gluggar sálarinnar, en þau segja líka til um almennt ástand lífæranna.

Blóðhlaupin augu geta verið afleiðing augnþreytu, almennt mikillar þreytu og óhóflegs magns af alkóhóli.  Litlu blóðæðarnar á yfirborði augans geta stíflast og bólgnað upp. Einnig geta blóðhlaupin augu bent til skorts á B2 og B6 vítamínum og of litlu próteini í fæðunni.

Til að þetta lagist þarf að passa að fá nægan svefn, draga úr alkóhóldrykkju og eyða minni tíma við tölvuna og sjónvarpið.  Taka B vítamín, mjólkurþystil og auka próteinmagn í fæðunni.

Dökkir baugar koma oftast fram við ónógan svefn, en geta þó verið arfgengir. Einnig geta þeir vísað til meltingarfæravandamáls,  sérstaklega ristils- og lifrarvandamála. Einnig gæti verið um fæðuóþol eða mikið harðlífi að ræða.

Pokar undir augunum myndast oft ef mikið er borðað af salti, einnig ef svefn er ónógur, vegna reykinga og vegna fæðuóþols. Hjá eldra fólki geta þeir bent til vanhæfs skjaldkirtils eða nýrnavandamála.

Draga skal úr saltneyslu, sofa nóg og borða hollt fæði.

Hómópatía getur hjálpað einstaklingum að nálgast sitt besta jafnvægi – líkamlegu, andlegu og tilfinningalegu.

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem kindle útgáfu (ebook) á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem kindle útgáfu (ebook).
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.