Arnica montana
Arnica er unnin úr allri plöntunni.
Arnica montana er ávallt fyrsta remedía við öllum áföllum, hún dregur úr verkjum, mari og bólgum. Einstaklingur getur fundið sára verki um allan líkama og hann er aumur viðkomu. Hann lætur oft sem ekkert sé að, en er mjög eirðarlaus og vill síður að hann sé snertur og segir að „allt sé í lagi“ þó greinilegt sé að svo er ekki. Öll áreynsla og stöðug hreyfing lætur honum líða verr og hann sækir í að vera í fersku lofti. Arnica montana er einnig frábær hjálp við eymslum í munni eftir tannviðgerð og reynist vel við flugþreytu.
Nokkur algeng einkenni:
Arnica montana er fyrsta remedía til að gefa eftir ÖLL áföll, líkamleg og andleg.
Arnica ætti að vera til á öllum heimilium og þá sérstaklega þar sem börn eru. Arnica er ómissandi við öllum áföllum, stórum sem smáum. Hvort heldur við að fá kúlu á ennið, að klemma fingur, að misstíga sig eða önnur meiðsl sem geta komið upp á leikvellinum, á íþróttavellinum eða heima við.
Arnica hefur reynst vel fyrir og eftir uppskurð, eftir barnsburð og í erfiðri langri fæðingu, þar sem konan eru alveg uppgefin. Á meðgöngu, ef barnið sparkar mikið og veldur ógleði. Við stíflu í brjóstum eftir högg á brjóstið. Gæti hjálpað nýfæddu barni sem getur ekki pissað.
Arnica er ómissandi eftir mikla líkamlega áreynslu, harðsperrur, tognun og ætti hver íþróttamaður að hafa glas af Arnica í íþróttatöskunni.
Einkenni eru verri við hita og við að verða heitt, við léttan þrýsting, við að liggja of lengi, við stöðuga hreyfingu, við andlega áreynslu.
Einkenni eru betri í fersku loft, við að fá vind í andlitið, við kalt bað, við byrjun á hreyfingu, við að liggja með höfuð neðar en fætur.
Arnica montana – Manngerð
Er eirðarlaus, vonlaus, skapstyggur og hefur sjúklegt ímyndunarafl. Það er sama hve veikur hann er, hann neitar að eitthvað sé að og vill ekki fara til læknis. Hann er mjög viðkvæmur, sérstaklega fyrir snertingu. Er niðurdreginn og vill vera einn. Algengt er að einstaklingur sem þarf á Arnica montana að halda kvarti yfir að rúmið sé of hart.
Matarlyst:
Sækir í súran mat, pickles og Whisky.
Verður verri við kaldan mat, við ís og við sykur.
Er þyrstur, en veit ekki hvað hann vill drekka.
Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is
Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2
One Response to Arnica montana
Leave a Reply Cancel reply
Flokkað efni
- Börnin okkar (71)
- Fréttir (17)
- Heildræn heilsa (157)
- Hreyfing (9)
- Húsdýrin (9)
- Karlar (90)
- Konur (100)
- Meðganga og fæðing (14)
- Næring og uppskriftir (41)
- Remedíur (37)
- Sálgæsla (1)
- Sýkingar og slappleiki (38)
- Vefjasölt (15)
ARNICA
Remedía nr. 1 við hvers kyns meiðslum og áverkum en hún dregur úr mari, stöðvar blæðingu og léttir á áfallaeinkennum, allt í senn.