Apis mellifica er unnin úr hunangsflugu.

Apis mellifica – Börn

Þau eru eirðarlaus og eiga erfitt með að koma sér fyrir, kvarta og kveina. Verða mjög syfjuð og svara ekki þegar kallað er á þau.

Apis mellifica – Fullorðnir

Eru eirðarlausir, pirraðir og erfitt er að gera þeim til geðs. Þeir eru mjög vinnusamir og sífellt á þeytingi, eru afbrýðissamir og tortryggnir. Þeir eiga það til að gráta án ástæðu, eru klaufalegir, missa hluti og eiga erfitt með einbeitingu. Eru áhugalausir á því sem er að gerast og geta ekki verið einir. Þá dreymir um að fljúga, fara í ferðalög, strit og þrældóm. Þeir hræðast það að verið sé að eitra fyrir þeim.

Nokkur algeng einkenni:

Almennt eru Apis mellifica heitfeng og einkenni oftar hægra megin í líkamanum.

Allar bólgur; hálsbólga, blöðrubólga, bólgur á hægra eggjastokk, bólgur undir augunum, bjúgur, allt of mikill vökvi í líkamanum og enginn þorsti.

Astmi og ofnæmisviðbrögð, sérstaklega gagnvart flugnabiti. Verkir eru stingandi og brennandi, sviði, kláði, roði, hiti, glansandi.

Einkenni eru verri við hægra megin í líkamanum, mun verri við hita og allt heitt, við snertingu, við þrýsting, eftir svefn, við að liggja, kl. 15:00-16:00 og eftir niðurbæld útbrot.

Einkenni eru betri við kulda, við hreyfingu, við ferskt loft og við að skipta um stellingu.

Matarlyst:

Vill ekki drykki og vatn.

Sækir í mjólk og súrt bragð.

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem kindle útgáfu (ebook) á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem kindle útgáfu (ebook).
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.