Apis mellifica
Apis mellifica er unnin úr hunangsflugu.
Apis mellifica – Börn
Þau eru eirðarlaus og eiga erfitt með að koma sér fyrir, kvarta og kveina. Verða mjög syfjuð og svara ekki þegar kallað er á þau.
Apis mellifica – Fullorðnir
Eru eirðarlausir, pirraðir og erfitt er að gera þeim til geðs. Þeir eru mjög vinnusamir og sífellt á þeytingi, eru afbrýðissamir og tortryggnir. Þeir eiga það til að gráta án ástæðu, eru klaufalegir, missa hluti og eiga erfitt með einbeitingu. Eru áhugalausir á því sem er að gerast og geta ekki verið einir. Þá dreymir um að fljúga, fara í ferðalög, strit og þrældóm. Þeir hræðast það að verið sé að eitra fyrir þeim.
Nokkur algeng einkenni:
Almennt eru Apis mellifica heitfeng og einkenni oftar hægra megin í líkamanum.
Allar bólgur; hálsbólga, blöðrubólga, bólgur á hægra eggjastokk, bólgur undir augunum, bjúgur, allt of mikill vökvi í líkamanum og enginn þorsti.
Astmi og ofnæmisviðbrögð, sérstaklega gagnvart flugnabiti. Verkir eru stingandi og brennandi, sviði, kláði, roði, hiti, glansandi.
Einkenni eru verri við hægra megin í líkamanum, mun verri við hita og allt heitt, við snertingu, við þrýsting, eftir svefn, við að liggja, kl. 15:00-16:00 og eftir niðurbæld útbrot.
Einkenni eru betri við kulda, við hreyfingu, við ferskt loft og við að skipta um stellingu.
Matarlyst:
Vill ekki drykki og vatn.
Sækir í mjólk og súrt bragð.
Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is
Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2
Flokkað efni
- Börnin okkar (71)
- Fréttir (17)
- Heildræn heilsa (157)
- Hreyfing (9)
- Húsdýrin (9)
- Karlar (90)
- Konur (100)
- Meðganga og fæðing (14)
- Næring og uppskriftir (41)
- Remedíur (37)
- Sálgæsla (1)
- Sýkingar og slappleiki (38)
- Vefjasölt (15)