Lítill gullmoli er fæddur og nýbakaðir foreldrar svífa í gleðivímu yfir fallega kraftaverkinu sem hvílir í fanginu. Auðvelt er að gleyma bæði stund og stað við það eitt að horfa á barnið, lykta af því og dást af fullkomleika þess.


Misjafnt er hve börnin eru vær. Sum sofa rótt klukkustundum saman fyrstu vikurnar á meðan önnur eru óróleg og þurfa stöðuga umönnun. Andvökunætur geta verið foreldrum órólegra barna erfiðar, það er svo vont að horfa á litla fallega gullmolann engjast um og vita ekki hvað er að angra litla kroppinn.

Um gæti verið að ræða ungbarnamagakrampa, það eru um 10-15% ungbarna sem fá magakrampa á fyrstu mánuðum ævinnar. Enginn veit nákvæmlega hvað veldur þessum krömpum og eins er ekki vitað af hverju sum börn fá krampa, en önnur ekki. Hér er góð samantekt um magakrampa hjá ungbörnum.

Einnig gæti verið um óþroskað efra magaop að ræða. Þá lokast opið ekki jafnvel og það ætti að gera og veldur því að barnið kastar upp. Eftir að barnið drekkur gúlpast mjólkin upp úr barninu. Oftast er um lítið magn að ræða, en stundum koma stórar gusur sem oft valda foreldrunum áhyggjum um að ekki verði nægjanleg næring eftir fyrir barnið, sérstaklega ef barnið er mjög óvært. Venjulega jafnar þetta sig á nokkrum mánuðum, en ávallt ætti að ráðfæra sig við meðferðaraðila ef um mikla óværð og uppköst er að ræða.

Flest ungbörn kasta einhvern tíma upp, bæði brjóstabörn og þau sem fá þurrmjólk, en sum börn eru hreinlega talin of gráðug og drekka of mikið í einu, fylla magann um of og skila þá frá sér umframmagninu.

Hvort heldur barnið er á brjósti eða það fær þurrmjólk er alveg óhætt að halda áfram að gefa því að drekka, þó það gúlpist aðeins upp úr barninu eftir gjöf. Gott gæti verið að leggja barnið oftar á brjóstið en venjulega og þá í styttri tíma í senn, eða að hafa minna magn í pelanum í hvert skipti og þá gefa barninu oftar.

Hómópatískar remedíur hafa reynst óværum börnum vel, hvort heldur þeim sem þjást af magakrömpum eða þau sem kasta mikið upp.

Aethusa cynapium getur gagnast vel ef barnið kastar upp strax eftir að það kyngir. Það tekur mikið á barnið við að kasta upp og það sofnar strax eftir átökin við uppköstin. Um leið og það vaknar aftur vill það drekka og það sama gerist. Barnið er fölt ásýndar og getur haft bláa slikju yfir andlitinu.

Magnesium phosphoricum getur gagnast vel ef uppköst eru stöðug og barnið virðist hafa sára krampaverki í kviðnum.

Ferrum phosphoricum getur gagnast vel ef barnið kastar upp eftir hverja gjöf en virðist ekki finna neitt fyrir uppköstunum.

Calcarea phosphorica getur gagnast vel ef barnið virðist ekki melta mjólkina og ælir einnig eftir að drekka kalt vatn. Einnig ef barn kastar upp með tanntöku. Þá mætti einnig hafa Calcarea fluorica í huga.

Fleiri remedíur sem hafa reynst vel við uppköstum ungbarna eru meðal annarra, Kali muriaticum, Natrum sulphuricum, Ipecacuanha og Antimonium crudum.

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

 

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is

www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.