Almennar upplýsingar

Hettusótt er venjulega mildur veirusjúkdómur.

Meðgöngutími smits er yfirleitt um 14-24 dagar frá því að viðkomandi smitast þar til einkenni byrja að koma í ljós og einkenni vara í um það bil 10 daga. Smit berst aðallega með hnerra og hósta.

Fyrstu einkenni eru oftast hár hiti og höfuðverkur. Munnvatnskirtlar fyrir framan og undir eyrum og höku byrja að bólgna. Algengt er að bólgan komi aðeins öðru megin, en oft færist hún svo einnig hinum megin. Einnig þekkist það að bólga myndist nánast á sama tíma beggja megin. Lystarleysi er til staðar og þurrkur í munni, bólgan veldur því að það er sársauki við að tyggja og kyngja.

Hettusótt getur valdið alvarlegum fylgikvillum og er heilabólga algengust þeirra, aðrir fylgikvillar geta verið heyrnarskerðing og bólga neðarlega á kvið stúlkna og í eistum karla, sem getur valdið ófrjósemi. Fylgjast þarf vel með ef hiti er hár, höfuðverkur er til staðar, stífni  og stirðleiki er aftan til á hálssvæði.

Mikilvægt er að passa vel að viðkomandi þorni ekki upp, drekki mikinn vökva og best er að nærast sem mest á fljótandi fæðu,  t.d. súpum, grautum eða vel stöppuðum mjúkum mat.

Hómópatískar remedíur hafa oft hjálpað mikið við hettusótt. Hér fyrir neðan eru nokkrar nefndar sem gætu verið hjálplegar.


Belladonna • Rhus toxicodendron • Mercurius • Aconite • Pulsatilla • Chamomilla • Phytolacca

Hómópatía kemur ekki í veg fyrir hettusótt, en hún getur degið úr einkennum og gert veikindin styttri og bærilegri fyrir viðkomandi.

Tekið skal fram að ávallt er heillavænlegast að leita sér aðstoðar hjá reyndum hómópata, til að auka líkur á að rétt remedía sé valin. Hér fyrir ofan er einungis nefndar örfáar remedíur, en fleiri remedíur koma til greina eftir því hvaða einkenni viðkomandi sýnir.

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

 

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem kindle útgáfu (ebook) á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem kindle útgáfu (ebook).
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.