Lycopodium er unnin bæði úr allri plöntunni og eins eru eingöngu sporarnir notaðir. Lycopodium er ein af fimm hómópatískum remedíum sem kölluð er grunnremedía.

Lycopodium – Börn

Börn eru grönn, með fölt andlit og maginn er gjarnan lítillega útþaninn. Algengt að þau eigi eldri systkini sem þau líta upp til og reyna stöðugt að bera sig saman við eða þá börn sem stöðugt fá skilaboð frá umhverfinu um að þau séu einskis nýt og verði aldrei neitt. Þau eru mjög viðkvæm, hækka ekki róminn né öskra, eru frekar feimin og hlédræg. Þau eru líkamlega veikbyggð og leggja því áherslu á að nota hugann og gáfur sínar, þar eru þau öruggari og fá þá virðingu sem þeim ber. Ef þau verða  stressuð eða fá mikið áreiti frá stjórnsamri fjölskyldu geta þau farið að efast um sig sjálf. Þau leggja því mikið á sig, til að standa sig fyrir fjölskyldunni og verða við það enn viðkvæmari. Þau eru tilfinningarlega varnarlaus og hrædd um að verða sér til skammar. Sjálfsóöryggið verður að kvíða og hræðslu um að allir séu að horfa á þau, þau byrja þá að skjálfa og sjálfsefinn kemur upp. Í skóla eru þau mjög dugleg og leggja hart að sér til að lyfta upp sjálfsmatinu og sanna sig. Þau velja alltaf öruggu leiðina til að mistakast ekki. Þau stjórna og eru þreytandi heima við ef þau komast upp með það, en haga sér vel í skólanum. Þau kjósa frekar að lesa eða vera í hljóðlátu sýsli fremur en að fara út.

Lycopodium- Fullorðnir

Sjálfsefi og óöryggi eru þeirra aðaleinkenni, en til að fela lágt sjálfsmat eiga þeir til að ýkja til að reyna að hækka sig í áliti. Þeir eru fastheldnir, hræddir við það óþekkta og eru vanafastir. Ef þeir eru í góðu jafnvægi eru þeir agaðir, metnaðarfullir og oft framgangsmiklir. Þeir falla oft fyrir ýmsum freistingum t.d. sætindum og óhollu líferni. Þó að þeir séu fyrir félagsskap forðast þeir náin sambönd. Innst inni eru þeir alltaf ófullnægðir, því þeir eru stöðugt að bera sig saman við aðra sem þeir líta upp til. Vilja vera mjög öruggir í því sem þeir gera og það sem þeir eru að tala um. Þekkja sjálfa sig illa og reyna því að vera eins og einhverjir aðrir. Þeir þurfa lítið til að missa sjálfsálitið og reyna því að mistakast hvergi. Ef þeir eru í ójafnvægi geta þeir sýnst montnir gáfumenn og sterkir út á við sem getur leitt til að þeir verða hrokafullir og líta niður á aðra. Þá geta þeir farið að fá þörf fyrir að ráða yfir og stjórna öðrum, en samt með miklum ótta. Á þessu stigi geta þeir orðið illskeyttir vegna vanmáttarkenndar og ráðast á þá sem minna mega sín, oft konur, börn og dýr. Þeir byggja sér múr og verða viðkvæmari og enn hræddari, sem getur leitt til illsku, þeir verða hræddir við að vera einir, sem getur leitt þá á barm taugaáfalls. Þeir eiga oft erfitt með að átta sig á þessum miklu andstæðum, að vera viðkvæmir og ljúfir eða að vera illir og hrokafullir. Á endanum geta þeir orðið mjög harðbrjósta og fá kvíðaköst yfir aðstæðum, því eitthvað gæti gerst sem þeir ráða ekki við. Þeir veljast oft í stöður þar sem þeir þurfa ekki að taka ábyrgð.

Nokkur algeng einkenni:

Almennt er Lycopodium kulvís og einkenni koma oftar hægra megin í líkamanum.

Hrædd við að vera ein, vilja vita af einhverjum nálægt, óttast myrkur og drauga.

Víðáttufælni. Innilokunarkennd. Eiga oft erfitt með að mynda augnkontakt.

Slakt minni og gera mistök í lestri og mismæla sig oft.

Oft gular tennur og húð, jafnvel augnhvítan getur verið gul.

Meltingarvandamál; uppþemba og loft, blæðandi hægðir, harðlífi, garnagaul.

Karlmenn: Blöðruhálskirtill, stinningarvandamál, brátt sáðlát.

Getur reynst vel við tilfinningarlegum vandamálum sem eru  afleyðing af öryggisleysi, taugaveiklun, hræðslu, óþolinmæði, hugleysi.

Krónísk þreyta, þreyta eftir flensu, oft er annar fótur heitur, hinn kaldur.

Særindi í hálsi, sem eru verri við kalda drykki.

Svefnleysi, eiga það til að tala og hlægja í svefni, fá martraðir og geta verið hræddir við að vakna.

Einkenni eru verri við hita, við að fasta, við ofát, við að vera í þröngum fötum, á hægri hlið, í margmenni, á milli 3-4 á næturnar og á milli 4-8 á daginn.

Einkenni eru betri við kalt, ferskt loft, við kalda bakstra, við að hafa nóg að gera, við hreyfingu, við heita drykki og mat, við að losa um þröng föt og á nóttunni.

Matarlyst:

Líkar við mixaðan, blandaðan mat, hvítkál, lauk, skelfisk, ostrur, sætan mat, kökur, súkkulaði, kex, heitan mat og drykki, ólífuolíu.

Líkar en verður verri við skelfisk og ostrur.

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.