Á misjöfnu þrífast börnin best segir máltækið og eru það sannarlega orð að sönnu.

Börn sem alin eru upp í ofurhreinu umhverfi komast síður í næga snertingu við örverur, sem eru forsendan fyrir því að ónæmiskerfið bregðist við sem skildi þegar á þarf að halda. Talið er að börn hafi alls ekki slæmt af að stinga upp í sig mold og sandi öðru hvoru, því með því örva þau og efla ónæmiskerfi sitt. Aftur á móti getur ofurþrifnaður og dauðhreinsað umhverfi leitt til lakara ónæmiskerfis og algengni krankleika.

Skynsemi og hreinlæti ætti þó ávallt að hafa í huga og nauðsynlegt er að kenna börnunum okkar almennar hreinlætis- og umgegnisreglur.

Þvoið hendurnar!
Fjöldi sýkla á fingurgómum tvöfaldast eftir klósettferð. Ótrúlegt en satt, þá er það staðreynd að allt að helmingur karlmanna og fjórðungur kvenna, sleppa því að þvo sér um hendurnar eftir að hafa farið á klósettið. Sem betur fer sturta allflestir niður á eftir sér, en skilja þá eftir, á “sturta–niður” takkanum, nýja sýkla. Á takkanum geta sýklar og vírusar lifað í allt að tvær vikur. Það segir okkur að þegar að við sturtum niður þá bætum við í sýklasafn fingranna. Væri ekki ráð að muna eftir handþvottinum og losna við eitthvað af þessum sýklum í stað þess að bæta við safnið.

Bora í nefið!
Rannsóknir sýna að þriðjungur allra jarðarbúa borar í nefið. Ekki bara einu sinni á dag, heldur flestir oftar en fimm sinnum á dag. Fyrir sýklana, sem geta lifað á fingrunum í allt að 3 klukkustundir, eru þetta aldeilis góðar fréttir. Það að bora í nefið með sýklasafn á fingrunum, auðveldar þeim inngöngu inn í líkamann. Þar geta þeir hreiðrað um sig í góðu yfirlæti, oft með tilheyrandi slímframleiðslu og kvefeinkennum. Hugsaðu þér ef að þú líka sleikir fingurinn eftir að hann hefur heimsótt nasaholuna.

Loka klósettinu!
Klósettsetan og lokið voru ekki hönnuð að ástæðulausu, þetta var hannað til að nota á réttan hátt, en ekki til að standa opið. Þegar sturtað er niður með klósettið opið, myndast vatnsúði sem inniheldur agnir úr þvagi, hægðum og ýmsum bakteríum sem sennilega er best að vita sem minnst um. Þessi mengaði vatnsúði dreifist um baðherbergið.
Hvar geymir þú tannburstann þinn? Kannski í glasi á baðherbergishillunni!!
Lokum klósettinu áður en að við sturtum niður svo tannburstinn verði ekki fyrir aukinni bakteríuárás.

Sjúga hárlokk!
Fallegir hárlokkar virðast hreinir eftir hárþvottinn, en veistu hvað. Einn millimetri af mannshári getur haft að geyma, allt upp í 50.000 sýkla. Aðeins einni mínútu eftir að hárið hefur verið þvegið, hefur það safnað í sig ýmsum ögnum úr loftinu, sem ekki eiga heima í líkamanum. Þeir sem nota hársprey, gel eða aðrar slíkar tegundir, sanka að sér jafnvel enn fleiri ögnum og sýklum. Það að sjúga hárlokk, gefur þessum sýklum greiðari aðgang í líkamann, ásamt góðum efnakokteil af sjampói, hárnæringu og öðrum hárvörum sem notaðar eru. Stelpur ættu að greiða hárið í tagl, fléttu eða allavega leyfa hárinu að liggja niður eftir bakinu, en alls ekki í munninum.

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.