Vefjasaltið Calcarea phosphorica byggir upp nýja vefi, blóð og bein og hefur með allan vöxt og næringu að gera. Calcarea phosphorica getur hjálpað við blóðfrumu- og calciummyndun. Calcarea phosphorica er mikilvægt vefjasalt fyrir börn, sérstaklega seinþroska börn þar sem það hefur með vöxt og næringu að gera. Getur hjálpað við blóðleysi og ástandi tengdu ójafnvægi í blóðrásarkerfinu.

Kvillar líkamans þar sem Calcarea phosphorica gæti verið gagnleg eru meðal annars:

Hægfara og erfið tanntaka • Styrkir tennur • Krónísk hálskirtlabólga • Sár háls með verk þegar kyngt er • Stöðugar ræskingar • Þurr hósti • Kirtlar bólgnir • Kvef í höfði með hvítum útskilnaði úr nefi og sárar nasir • Lungnabólga • Lungnapípuasmi • Slím er glært og seigt • Bólur í andliti • Hörund fölt og gulleitt • Feit húð • Vaxtaverkir • Blóðleysi, sérstaklega hjá unglingsstúlkum • Fyrir eldra fólk þegar bein verða stökk og brothætt • Dofi og kuldi í útlimum • Liðagigt • Þvagsýrugigt sem er verri á nóttunni • Höfuðkúpa er sein að gróa hjá ungbörnum

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem kindle útgáfu (ebook) á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem kindle útgáfu (ebook).
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.