Vefjasaltið Calcarea phosphorica byggir upp nýja vefi, blóð og bein og hefur með allan vöxt og næringu að gera. Calcarea phosphorica getur hjálpað við blóðfrumu- og calciummyndun. Calcarea phosphorica er mikilvægt vefjasalt fyrir börn, sérstaklega seinþroska börn þar sem það hefur með vöxt og næringu að gera. Getur hjálpað við blóðleysi og ástandi tengdu ójafnvægi í blóðrásarkerfinu.

Kvillar líkamans þar sem Calcarea phosphorica gæti verið gagnleg eru meðal annars:

Hægfara og erfið tanntaka • Styrkir tennur • Krónísk hálskirtlabólga • Sár háls með verk þegar kyngt er • Stöðugar ræskingar • Þurr hósti • Kirtlar bólgnir • Kvef í höfði með hvítum útskilnaði úr nefi og sárar nasir • Lungnabólga • Lungnapípuasmi • Slím er glært og seigt • Bólur í andliti • Hörund fölt og gulleitt • Feit húð • Vaxtaverkir • Blóðleysi, sérstaklega hjá unglingsstúlkum • Fyrir eldra fólk þegar bein verða stökk og brothætt • Dofi og kuldi í útlimum • Liðagigt • Þvagsýrugigt sem er verri á nóttunni • Höfuðkúpa er sein að gróa hjá ungbörnum

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.