Sumarið er komið og fallegir sólardagar birtast okkur hver á eftir öðrum. Við Íslendingar erum bjartsýnisfólk að eðlisfari og flykjumst út á götur bæjarins á stuttbuxum, ermalausum kjólum, berfætt í sandölum með gleði og sól í hjarta.

Íslenska sumarveðrið getur þó verið lúmskt og orðið gluggaveður á svo sannarlega oft við hér hjá okkur á landi íss og elda, þar sem lofthitinn getur verið hrollkaldur þegar vindurinn nær að blása um okkur ef ekki er setið í skjóli þar sem sólin nær að skína og umvefja okkur með geislum sínum og verma kroppinn. Algengt er eftir slíka daga að líkaminn bregðist við með einkennum eins og hósta og hori í nös.

Hósti er leið líkamans til þess að losa sig við slím úr öndunarvegi, ásamt ögnum og öðrum ertandi efnum úr andrúmsloftinu. Hósti kemur vegna ertingar í koki, loftvegi og er taugaviðbragð sem kemur af stað hreyfingu á bifhárum í öndunarvegi og myndar krampa sem þrýsta óæskilegum áreitum og slími upp til losunar með hósta. Hósti er algengur sem einkenni í kvef- og flensuástandi.

Hér fylgir listi yfir nokkrar remedíur við hósta og aðaleinkenni þeirra:

Aconite: Einstaklingur vaknar upp með þurran barkahósta og hæsi. Hóstinn byrjar skyndilega og oft eftir að viðkomandi hefur verið úti í þurrum, köldum vindi. Þurrkur í munni er til staðar og viðkomandi getur verið andstuttur og sækir í að drekka, en vill síður kalda drykki.

Antimonium tartaricum: Hósti er hávær og hrygglandi, erfitt er að losa upp slím sem er hvítt og seigt eins og lím. Viðkomandi er kalt, en vill ekki vera í hita, frekar í köldu herbergi með opna glugga. Líðan er betri við að sitja uppréttur.

Belladonna: Hósti er þurr og barkabólga getur verið til staðar. Hósti kemur snögglega, viðkomandi er með hita, en svitnar ekki. Það er skjálfti í líkamanum og andlit eldrautt. Viðkomandi er þyrstur, en vill einungis drekka litla sopa af vatni.

Bryonia: Hósti byrjar sem kvef og fer síðan niður í brjóstið. Hóstinn er þurr og eins og hann byrji í maganum. Viðkomandi vill halda um brjóstið þegar hann hóstar. Hann er þyrstur og þambar kalt vatn, en líður verr við að borða. Viðkomandi er andstuttur og stundum fylgir ógleði, uppköst eða höfuðverkur. Líðan er betri við kulda, ferskt loft og hvíld, en verri við alla hreyfingu.

Causticum: Hósti er harður með miklu slími í brjósti og það kurrar í við öndun. Viðkomandi á erfitt með að hósta upp slími og ertandi kitl er í hálsinum. Líðan er betri við að losa slím og við sopa af köldu vatni.

Drosera: Þurr hósti sem kemur í köstum, lýsir sér sem kæfandi, krampakitlhósti og hljómar eins og selahljóð. Viðkomandi er mjög kalt og svitnar mikið sérstaklega á nóttunni. Hann kúgast og ælir og vill halda um brjóstið í hóstaköstum. Röddin er djúp og hás.

Ipecacuanha: Hósti er laus og kitlandi. Algengt er að ung börn fái krampahósta sem oft endar með uppköstum. Viðkomandi líður betur eftir að losa um slím og við að drekka kalda drykki, en líður verr við allt áreiti, í heitu herbergi og á kvöldin.

Kali bichromicum: Viðkomandi hóstar upp seigu, gulu slími. Tilfinning er um að fjöður sé í hálsinum og hæsi er til staðar. Úfurinn er bólginn og viðkomandi er lystarlaus og líður verr við að borða og drekka.

Pulsatilla: Viðkomandi hefur þurran hósta á daginn, en á nóttunni er hóstinn blautur og útskilnaður er gulur eða grænn. Enginn þorsti er til staðar en viðkomandi þráir ferskt loft og líður betur við að sitja uppréttur.

Rumex: Hósti er þurr og hrár, kemur í köstum eftir kitl í hálsinum. Útskilnaður er hvítur og froðukenndur og verður síðar þykkur og klístraður, oft laus á morgnana og þykkari á kvöldin.

Spongia: Hósti er mjög þurr, eins og geltandi selahósti. Viðkomandi er mjög hás, þarf að setjast upp til að hósta og hefur á tilfinningunni að brjóstholið sé að springa og að hann sé að anda í gegnum svamp.

Barkabólguhósti sem oftast orsakast af kvefveirum er einnig algengur, sérstaklega hjá ungum börnum og byrja þau einkenni oftast að nóttu til. Þau myndast vegna bólgu og slímmyndunar í barkanum. Yngri börn hafa þrengri barka en þau stærri og geta því einkennin orðið meiri og bráðari hjá þeim. Börnin vakna gjarnan 1 til 2 klukkustundum eftir að þau eru sofnuð, með sáran geltandi hósta og eiga oft í erfiðleikum með öndun. Þau eru oftast hás og hvæsandi soghljóð heyrist við innöndun. Lítill eða enginn hiti fylgir, en almenn vanlíðan getur verið mikil. Venjulega gengur barkabólga yfir á tveimur sólarhringum og sýkingin jafnar sig á innan við viku.

Remedíur sem hafa gagnast vel við barkabólgu eru t.d.

Aconite Allium cepa Argentum nitricum Causticum Hepar sulphuris Kali bichromicum Phosphorus

 

Hér má finna 6 gömul húsráð og heimagerðar hóstamixtúrur sem nýst hafa vel í gegnum árin:

 1. Mýkið fjallagrös í vatni. Þerrið grösin og setjið í krukku með hunangi. Taka 1 tsk við hóstaköstum. Geymist vel og lengi.
 2. Blandið saman
  ½ bolla af eplaediki og
  ½ bolla af vatni,
  1 teskeið af cayenne pipar og
  4 teskeiðum af hreinu, hráu hunangi.
 3. Hitið í ofni sítrónu eða lauk (þar til að opnast)
  Setjið 1 teskeið af heitum sítrónusafa eða heitum lauksafa og blandið við ½ teskeið af hreinu, hráu hunangi.
  Takið inn á hálftíma fresti.
 4. Sjóðið u.þ.b. 5 cm bita af skrældri engiferrót í potti í ca. 10-15 mínútur.
  Drekkið sem te, gott er að bæta við teskeið af hreinu kaldpressuðu hunangi.
 5. Kreistu safa úr 1 sítrónu, með 1 bolla af hunangi og 1/2 bolla ólífuolíu.
  Allt hitað saman í nokkrar mínútur og hrært vel í á meðan.
  Taka 1 tsk. á 2 klt. fresti
 6. Annað ráð er að skera bita af engiferrót, skræla og tyggja eins og tyggjó, safinn er frekar sterkur á bragðið og eiga margir erfitt með að venjast því, en þetta ráð slær verulega á og róar hóstann.

Skoðið einnig “Kvef, flensur og almennur slappleiki”, “Pensilín nútímans – Ólífulaufþykkni” og “Náttúrulegt sýklalyf – GSE”

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á facebook
Guðný Ósk hómópati á facebook

One Response to Íslenskt sumarveður og viðbrögð líkamans

 1. Sif svavarsdottir says:

  Takk fyrir þetta 💜💜💜

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem kindle útgáfu (ebook) á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem kindle útgáfu (ebook).
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.