Til að halda góðri heilsu þarfnast líkaminn góðrar næringar og vítamína. D-vítamín er eitt af þeim vítamínum sem eru nauðsynleg líkamanum, það eflir ónæmiskerfið, hvetur til gróanda í húð og verndar gegn örverum. Besta leiðin fyrir líkamann að fá nægjanlegt D-vítamín er að vera úti í sólinni.
Sólskinið fáum við ókeypis og  ættum við að njóta þess eins og kostur er, en ekki forðast. Við þurfum þó að vera skynsöm þegar kemur að sólböðum. Vera frekar í styttri tíma í einu í sólinni á meðan líkaminn venst geislunum, frekar en að nota sólarvarnir sem eru margar hverjar uppfullar af óæskilegum efnablöndum og koma í veg fyrir D-vítamínupptöku líkamans frá sólargeislunum.

Við eigum ekki alltaf kost á að vera daglega í sólinni á Íslandi og þurfum við því að passa að fá einnig D-vítamín úr fæðunni. Feitur fiskur, eins og síld, lax, silungur, sardínur og lúða eru D-vítamínrík fæða og gott er að taka Þorskalýsi (omega 3 fitusýrur), sem er mjög ríkt af D-vítamíni, ásamt því að nota hvert tækifæri til að leyfa sólinni að skína á bert hörund í einhvern tíma. Auðvitað er best að fara út í göngu eða leik í sólskininu, en að standa við opinn glugga og leyfa sólinni að skína á andlit og helst í augun líka, gerir einnig mikið gagn.

Sólargeislarnir, útfjólubláu geislar sólarinnar, eru lykillinn að jafnvægi á D3-vítamíni í líkamanum. Mike Adams, höfundur bókarinnar „Heilunarmáttur sólarljóss og D-vítamíns“ tekur undir niðurstöður úr rannsóknum Richard L. Gallo, M.D., Ph.D.,  frá University of California-San Diego School of Medicine, sem birtust í The Journal of Clinical Investigation, sem sýna, að sár á húðinni þarfnist D3-vítamín til að koma í veg fyrir að sýking myndist í sárum og til að flýta fyrir eðlilegum gróanda. Hann fagnar heilshugar niðurstöðum rannsóknarinnar og segir „nú hefur verið staðfest hve heilunarmáttur sólarinnar og D-vítamíns er stórkostlegur“.

Ef þú hefur farið of geist í sólböð og húðin orðin rauð og brunnin þá eru hér nokkrar hómópatískar remedíur sem gætu gagnast vel til að ná fyrra jafnvægi.

Belladonna: Brunasvæði er mjög rautt, heitt og það er sláttarverkur á svæðinu. Mikill hiti er frá brunasvæði, sem finnst jafnvel án snertingar. Viðkomandi er órólegur, getur jafnvel verið með óráði og augasteinar hans eru útþandir. Honum líður betur við heita bakstra, en verr við minnstu hreyfingu. Belladonna getur einnig verið mjög gagnleg ef um sólsting er að ræða.

Calendula: Er mjög græðandi og sótthreinsandi og getur dregið úr öramyndun. Brunasvæðið er hrjúft. Calendula áburður er einstaklega hentugur útvortis og einnig er gott að setja Calendula urtaveig í baðvatnið eða blanda í spreybrúsa og spreyja á brunasvæði. Viðkomandi líður betur við hita og verr við kulda og raka.

Cantharis: Blöðrur myndast á brunasvæði og sviði og kláði eru til staðar. Viðkomandi líður betur við kalda bakstra og verr við hita.

Causticum: Húðin er sprungin og kláði er á brenda svæðinu. Viðkomandi er kalt og hann skelfur, getur verið grátgjarn og viðkvæmur. Honum líður betur við hita og við að hreyfa sig mjúklega.

Natrium muriaticum: Á vel við ef um sólbruna er að ræða, oft fær viðkomandi einnig höfuðverk eftir að vera í sól. Honum líður betur við að baða sig í volgu vatni og við ferskt loft, en  vill síður samúð.

Urtica urens: Verkir eru stingandi og sviði er á brunasvæðinu, ofsakláði er til staðar, svæðið er flekkótt og blöðrur myndast á húðinni. Viðkomandi líður betur við að liggja, en verr við alla snertingu.

Nokkur ráð við sólbruna

Gott getur verið að bera Aloe vera gel á roðasvæði eftir sólbruna, það kælir og dregur úr sviða. Best er gelið af ferskri plöntunni, þá er blað plöntunnar skorið eftir endilöngu, opnað og gelið skafið úr og borið á svæðið.

Kókosolía er frábær á húðina eftir sólböð.

Til að kæla húðina eftir sólbruna getur verið gott að leysa upp matarsóda í volgu vatni og setja á brenda svæðið.

Einnig getur verið gott að nudda varlega brenda svæðið með eplaediki, endurtakið eftir þörfum.

Kælikrem á brenda húð

2 matskeiðar af hunangi

¼ bolli hreint jógúrt

Hrært saman þar til kremið er orðið silkimjúkt. Berið á brenda svæðið, leyfið kreminu að vera á í u.þ.b. 15 mínútur og hreinsið þá varlega af með volgu vatni.

Njótum sumarsins og hvers tækifæris sem gefst til að njóta sólargeislanna.

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is

Heildræn heilsa á facebook


Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.