Hvernig höldum við sem mestri næringu í grænmetinu sem við notum í matargerð? Mjög mismunandi er hve mikið tapast af næringarefnum við eldun, það fer bæði eftir tegundum grænmetis og einnig hvernig það er matreitt.

Lítið tapast af næringarefnum ef útbúnir eru djúsar úr grænmetinu, en ef safi grænmetisins er eingöngu notaður þá eru það aðallega trefjar sem tapast. Margir heimagerðir djúsar eru lostæti og gaman er að prófa nýjar blöndur. Ótrúlega margar góðar uppskriftir eru til á hinum ýmsu heilsuvefum og einnig hafa verið gefnar út margar bækur undanfarið með frábærum uppskriftum.

Gott er að miða við að 120 ml. af djús jafnist á við 1 grænmetisskammt af þeim 5-10 dagskömmtum sem æskilegt er að við borðum daglega.


Verið á varðbergi þegar keyptir eru slíkir safar á svokölluðum djúsbörum, þar er oft bætt í þá sætuefnum eða öðrum bragðbætiefnum, sem ekki endilega eru heilsuvænleg efni.

Grænmeti í súpur og sósur er frábær kostur. Þó næring tapist úr grænmetinu við hitun, losna flest næringarefnin út í súpuna sé það hitað í henni og því tapast lítið við slíka eldun. Gufusoðið grænmeti heldur einnig mun hærra hlutfalli næringar sinnar en ef grænmetið væri soðið í vatni.

Gott er að setja grænmeti á pizzur. Setjið spínat, klettasalat, graslauk, eggaldin, grófraspaðar gulrætur, tómata, sveppi, papriku, lauk, hvítlauk og þannig mætti lengi telja, á pizzuna. Um að gera að prófa sig áfram með uppáhalds grænmetið. Nota það sem til er í það og það skiptið og ágætt er að stefna að því að hafa helmings hlutfall á milli grænmetis og kjötáleggs.

Niðurskorið hrátt grænmeti er frábært snakk með heimagerðum hummus eða pestó. Gulrætur, agúrkur, brokkolí, sellerý, blómkál og litlir tómatar, allt er þetta gómsætt með þessum ídýfum. Börnunum finnst einnig mjög gaman að fá grænmeti raðað á disk á skemmtilegan hátt og eru þá mun viljugri til borða af disknum.


Niðurskorið grænmeti gefur diskinum fallegt og litskrúðugt yfirbragð, eykur á girnileika og bragðlaukarnir byrja strax að vinna um leið og litið er á diskinn. Við ættum alltaf að hafa niðurskorðið ferskt grænmeti með öllum mat, börnin vilja oftar ferskt óeldað stökkt grænmeti, en eldað og mjúkt.

Snöggsteiktar gulrætur og grænt kál með kjöti er góð blanda. B-vítamínið og fólinsýran úr grænkálinu er gott fyrir hjartað og C-vítamínið hjálpar líkamanum við að nýta betur járnið úr kjötinu.

Grænmeti er í huga margra árstíðabundinn matur. Oft er ætiþystill, aspas og radísur nefndar sem vormatur. Maís og tómatar eru oft nefndir sem sumarmatur, brokkolí, eggaldin og grasker oft nefnd sem haustmatur og rósakál og flest grænt kál oft nefnt sem vetrarmatur. Ekki skal þó festa sig í árstíðunum heldur velja sér það sem hugurinn girnist og bragðlaukarnir kalla á.

Bætum grænmeti í matseldina, í allt sem okkur dettur í hug að prófa, notum hugmyndaflugið og reynum eitthvað nýtt.

Góð regla er að eiga alltaf til niðurskorið grænmeti í ísskápnum til að grípa í fyrir börnin og okkur sjálf þegar “Mig langar í eitthvað” löngunin kemur yfir.

Hér fylgir góð tafla með vítamíngildum nokkurra ávaxta og grænmetistegunda.

 

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku

Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.

Hómópatía á ensku

Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.

Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.