Andoxunarefni hafa verið mikið í umræðunni á undanförnum árum en ekki vita allir hver þau í raun og veru eru og hvaða mikilvæga hlutverki þau gegna. Og af hverju ættum við að hafa það á hreinu að andoxunarefni eru okkur lífsnauðsynleg? Langskýrustu ummerkin um skort á andoxunarefnum eru öldurn um aldur fram. Það má glögglega sjá hverjir fá nóg af andoxunarefnum og hverjir ekki. Horfið á húð þeirra, andlit, snerpu. Hvernig þeir eru samanborið við aðra á sama aldri. Það er ekki að undra að nær öllum heilsutímaritum veraldar og mörgum af virtustu ljósvaka- og prentmiðlum heims hefur aldrei verið jafn tíðrætt um andoxunarefni og nú. Æ fleiri vísindalegar rannsóknir styðja mikilvægi andoxunarefna.

Hvað eru andoxunarefni?
Andoxunarefni eru undirstaða og kjarni þess að vernda frumuhimnur líkamans fyrir skemmdum af völdum oxunar. Oxun merkir í bókstaflegri merkingu tæring eða ryðmyndun. Þegar einhver eða eitthvað stendur berskjaldað frammi fyrir oxun, án nokkurrar varnar, hefst öldrun/tæring þess. Alveg eins og gamall hjólbarði, byrjar húðin og vefirnir, sem enga vörn hafa gegn oxun, að síga og tapa teygjanleika.
Að skilja andoxunarefni og hvernig á að nota þau er fyrsta skrefið til þess að hægja á öldrunarferlinu og viðhalda líkamanum eins ungum og hraustum og nokkur kostur er.

Best þekktu andoxunarefnin innihalda A, C og E-vítamín ásamt Betakarótíni. Sum andoxunarefni eru bundin snefilefnum, sinki, seleni, mangan og kopar, svo þau hafa einnig stöðu andoxunarefna. Minna þekkt andoxunarefni innihalda bíóflavónóíða, jurtabláma, tannín, brennisteinshamlandi efnasambönd og jafnvel MSM inniheldur andoxunarefni. Lang kraftmesta andoxunarefnið sem líkaminn nýtir sér er kóensím, sem flestir þekkja undir Q10.

Hvað eru sindurefni?
Stakeindir eða sindurefni eru einfaldlega sameindir með neikvæða hleðslu sem eru á stöðugri hreyfingu um líkamann ef þau eru ekki snarlega slegin út af laginu af andoxunarefnum. Hugsanlega geta þau valdið óbætanlegu tjóni á frumuhimnum og byggingu frumnanna, þar á meðal DNA eða kjarnasýru þeirra, sem er nauðsynleg nákvæmri endurnýjun frumnanna. Við verðum á öllum stundum fyrir utanaðkomandi árásum sindurefna, t.d. með sígarettureyk, mengun, geim- og manngerðum geislum og jafnvel frá sólinni. Sindurefna sameindir eru líka lokaframleiðsla efnaskipta líkamans. Við búum jafnvel til eigin sindurefni með því að anda. Góðu fréttirnar eru þær að líkaminn hefur innbyggðan sindurefnavara og hann notar einnig efnin úr matnum sem við neytum með áhrifaríkum hætti. Slæmu fréttirnar eru þær að oftar en ekki mætir staða andoxunarefna í líkamanum ekki að fullu þörf okkar fyrir verndun gegn sindurefnum í þeirri veröld sem við lifum og hrærumst í.

Hver er þörfin fyrir verndun?
Ónóg uppistaða andoxunarefna til verndar líkama okkar kemur til af mörgu, þar á meðal því að við borðum ekki nóg af ávöxtum og grænmeti sem og af öðrum andoxunarríkum mat eða drykkjum. Fæðan sem við neytum sér um að dreifa öllum sameindunum um líkamann svo það er alltaf skynsamlegt að borða hollan mat. En þrátt fyrir að við borðum hollan mat getur líkaminn engu að síður verið uppfullur af sindurefnum. Þar koma til reykingar, mikil mengun, djúpsteiktur eða brenndur matur, samneyti við eiturefni (í mat eða umhverfi), streita og of mikil vera í sól. Þegar herskara andoxunarefna mistekst að gera áhlaup gegn sindurefnunum geta afleiðingar m.a. verið vagl eða öðru nafni starblinda, liðagigt, hjartasjúkdómar, hækkaður blóðþrýstingur eða jafnvel krabbamein. Allir þessir sjúkdómar geta komið til af skemmdum á frumuhimnum eða öðrum breytingum á byggingu frumnanna, sem er með öðrum orðum að allt það lífsnauðsynlega sem viðheldur eðlilegu heilbrigði líkamans. Langskýrustu ummerkin um skerta virkni andoxunarefna eru þau að eldast um aldur fram. Það er þegar við horfum í spegilinn og sjáum fínar línur og hrukkur og ásamt lýtum og fölnandi húð. Við tökum líka eftir því á líkama okkar þegar liðir stífna og hreyfanleikinn minnkar.

Margfeldisþáttur andoxunarefna
Það er gott að hafa í huga öll andoxunarefnin vinna vel saman svo vel samsettar andoxunarblöndur (bætiefnablöndur) frá virtum heilsuvöruframleiðendum gera alltaf mikið gagn, sérstaklega ef þær eru unnar úr matvælum.

Samantekt frá Heilsuhúsinu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.