Kolvetni eru sykrur og sterkjur, þær skiptast í einsykrur, tvísykrur og fjölsykrur. Kolvetni er aðalbrennsluefni líkamans. Flest kolvetni eru frásoguð úr meltingarvegi í formi einsykra, þ.e. þau sem ekki er breytt snögglega í einsykrur í lifrinni.

Ekki er æskilegt að borða mikið af einsykrum vegna áhrifanna sem það getur haft á líkamann. Insúlínframleiðsla eykst og blóðsykurinn minnkar, við það verður blóðsykursfall og minni sykur verður eftir til að flytja með blóði til vöðvanna, auk þess hægir insúlínframleiðslan á fitubrennslunni.

Ef við borðum hins vegar flókin kolvetni þá verða sveiflurnar á blóðsykrinum ekki jafn miklar og því hefur það ekki eins mikil áhrif á blóðsykurinn og þar með fitubrennsluna.

Við það að borða mikið af kolvetnum byggjum við upp orkuforða líkamans, þau eru auðmeltanlegri en fita og prótein. En forðast skal að innbyrða mikið af einföldum kolvetnum, því þó þau gefi orku þá gefa þau ekki þau bætiefni, vítamín og steinefni, sem nauðsynleg eru fyrir orkuefnaskipti líkamans.

Kolvetni binda einnig vökva í líkamanum, t.d. 1 gramm af glýkógeni bindur um 3 grömm af vatni, þannig hjálpa kolvetnin til við að viðhalda vökvajafnvægi í líkamanum.

Líkaminn geymir kolvetni, í formi fjölsykrunnar glýkógens, í lifur og vöðvum, auk þess sem einhvern glúkósa eða þrúgusykur er alltaf að finna í blóðinu. Frumur líkamans nýta kolvetni sem orkugjafa, bæði í formi glúkósa og fitu, en við eðlilegar kringumstæður notar miðtaugakerfið, þar með talið heilinn, eingöngu glúkósa.

Ef tvær brauðsneiðar eru teknar sem dæmi , önnur er hvítt brauð og hin gróft brauð. Báðar sneiðarnar innihalda kolvetni, en grófa sneiðin inniheldur einnig mikið af náttúrulegum bætiefnum, vítamínum, steinefnum og trefjum, á meðan að hvíta sneiðin inniheldur að mestum hluta, eingöngu hitaeiningar.

Reynum að sneyða hjá slæmu kolvetnunum og ná okkur frekar í næringarríkari fæðu. Þar liggur orkan sem við þurfum á að halda fyrir daginn og í leiðinni heldur það frekar aukakílóunum fjarri.

Góð kolvetni eru t.d. grófkornabrauð, múslí, ávextir, grænmeti, brún hrísgrjón, brúnt pasta, hafrar, bygg, baunir, linsubaunir og sætar kartöflur.

Slæm kolvetni eru t.d. morgunkorn (sem oftast innihalda mikið af sykri), hvít brauð, kex, kökur, flögur, hvít hrísgrjón og hvítt pasta.

Sjá einnig samantekt um sykur hér á vefnum.

 

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á facebook
Guðný Ósk hómópati á facebook

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.