Hefurðu fengið tannpínu? Verkirnir leiða til þess að þú átt í erfiðleikum með að borða mat og nærast og þú verður orkulaus og ómögulegur allan daginn. Stöðugir verkir geta svo haldið fyrir þér vöku og næsti dagur þar á eftir verður enn verri þar sem þú ert líka ósofinn, ásamt því að vera svangur og einbeiting sama og engin vegna verkja. Oftast ágerist sársaukinn ef bitið er í, eða við að drekka eitthvað kalt eða heitt.

Góð tannhirða er mjög mikilvæg og ætti að venja börn á tannburstun um leið og fyrsta tönnin kemur niður.

Reglulegt eftirlit er mjög mikilvægt og gera ætti ráðstafanir sem allra fyrst ef skemmd byrjar að myndast í tönn.

Hómópatískar remedíur geta verið frábær stuðningur og gagnlegar á margan hátt, bæði fyrir og eftir tannlæknaheimsókn. Þær geta verið gagnlegar við að draga úr kvíða fyrir heimsókninni, geta dregið úr mari, bólgum og blæðingum úr tannholdi og dregið úr óþægindum á meðan deyfing fjarar út.

Á meðan þú bíður eftir tíma hjá tannlækninum geta eftirfarandi remedíur hjálpað við verkjunum.

  • Ef verkurinn kemur skyndilega með skjótandi taugaverkjum og sársauka, mikil viðkvæmni er fyrir bæði heitu og köldu þá gæti Hypericum átt vel við.
  • Ef skjótandi verkur er til staðar og sársauki minnkar við þrýsting og hita þá gæti Mag phos. átt vel við.
  • Ef tannpínan kemur skyndilega, sérstaklega ef verkir byrja eftir að hafa verið úti í kulda og vindi og mikill kvíði fylgir, þá gæti Aconite átt vel við.
  • Ef sársaukinn lýsir sér sem sláttarverkir og hiti og roði eru til staðar gæti Belladonna átt vel við.
  • Ef um er að ræða ígerðir með kuldahrolli í líkamanum og miklum verkjum gæti Hepar Sulphur átt vel við.
  • Ef tannpínu fylgja óbærilegir verkir og mikill pirringur er til staðar þá gæti Chamomilla átt vel við.

Áður en þú ferð til tannlæknis gæti verið gott að taka Arnica, það getur hjálpað líkamanum til að takast á við áverka og mar.

Það getur dregið úr verkjum að setja dropa af negulolíu á tönn sem verkur er í. Einnig má tyggja negulnagla og láta hann leika um tannholdið í kringum verkinn.


Eftir að þú hefur farið í meðferð hjá tannlækni:

  • Getur verið gott að halda áfram að taka Arnica líkt og verkjalyf ef þörf krefur.
  • Ef viðkomandi er í tilfinningalegu uppnámi eða dapur og niðurbrotinn eftir tannlæknaheimsókn gæti Staphisagria átt vel við.

Hér fylgir upptalning nokkurra hómópatískra remedía sem gætu verið gagnlegar vegna tannvandamála og tengdum kvillum:

Argentum nitricum: Gæti átt við ef mikill kvíði er til staðar vegna tannlæknaheimsóknar, sérstaklega ef viðkomandi hefur stöðugar áhyggjur af því að eitthvað muni fara úrskeiðis. Argentum nitricum getur gagnast vel þegar kvíði fer stigvaxandi, hvort sem hann er huglægur eða birtist sem óþægindi í maga. Viðkomandi er eirðarlaus og vill vera á ferðinni. Honum líður verr í heitu herbergi og vill anda að sér fersku lofti.

Arnica montana: Er ávallt fyrsta remedía sem taka ætti eftir alla áverka, hún getur dregið úr mari og bólgum. Taka ætti Arnica montana bæði fyrir og eftir tannlæknaheimsókn, sérstaklega ef viðgerðar er þörf á tönn eða um einhvers konar tannaðgerð er að ræða.

Calendula: Getur hjálpað líkamanum að sigrast á bólgum, sýkingum og ígerðum. Við meiðslum í gómi og á tannholdi. Dregur úr sýkingahættu og örvar gróanda í munni eftir mar eða tannaðgerðir.

Chamomilla: Gæti verið gagnleg ef viðkomandi er mjög viðkvæmur og pirraður eftir tannlæknaheimsókn. Getur róað taugaspennu og dregið þannig úr verkjum og hjálpað til við að ná fyrra jafnvægi. Sá sem þarf á Chamomilla að halda getur verið vælinn og mjög vansæll og líður yfirleitt verr á nóttunni. Oft fylgja einnig lausar hægðir, þó ekki niðurgangur.

Gelsemium: Gæti átt vel við ef mikill kvíði er til staðar og jafnvel hræðsla við tannlækninn. Viðkomandi skelfur vegna hræðslu, er mjög kraftlítill og sljór. Oft fylgir einnig höfuðverkur í hnakka og vöðvaverkir í aftanverðum hálsi. Sá sem þyrfti á Gelsemium að halda er ekki þyrstur og líður betur við að liggja í myrkri með lokuð augu og líður verr við áreynslu.

Hypericum: Gæti átt vel við ef um skjótandi taugaverki er að ræða eftir tannviðgerð eða tannaðgerð. Einnig ef slíkir taugaverkir eru til staðar eftir meiðsli eða högg á munnsvæði.

Phosphorus: Gæti átt við ef blæðing er til staðar eftir tannviðgerð og blóð er skærrautt að lit. Einnig ef deyfing er lengi að fjara út.

Nánari umfjöllun er að finna í bókinni Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, hægt er nálgast bókina í vefsölu www.htveir.is

 

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á facebook
Guðný Ósk hómópati á facebook

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem kindle útgáfu (ebook) á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem kindle útgáfu (ebook).
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.