Heilbrigð og lífsglöð börn full af orku og athafnasemi gleðja og krydda tilveruna. Mörg hver eru á hreyfingu allan daginn, alla daga vikunnar og setjast sjaldan niður nema rétt til að fá sér að borða. Þau hoppa, hlaupa, ganga, stökkva, dansa, príla, eru á sífelldu iði og skemmta sér og hafa gaman. Ung og hraust og tilbúin að sigra heiminn í gleði sinni og kátínu. Við alla þessa hreyfingu er eðlilegt að þau verði þreytt þegar líður að kvöldi, en misjafnt er hvernig og hve mikið þau finna fyrir líkamlegri þreytu.

Sum börn kvarta oft undan verkjum í fótum, sérstaklega á kvöldin þegar þau leggjast til hvílu og byrja að slaka á.  Verkirnir byrja oft um 3ja ára aldur og geta staðið yfir í tvö til þrjú ár, en til eru tilfelli þar sem þau geta fundið verki alveg fram á unglingsárin.

Verkirnir geta verið í vöðvum læranna, en eru oftast í kálfunum. Langoftast eru þeir verstir á kvöldin og á nóttunni, sem getur þá haft mikil áhrif á svefn þeirra og eiga sum það til að vakna upp á nóttunni vegna verkja. Algengt er að börn sem æfa íþróttir séu sérstaklega viðkvæm.

Gott er að setja barnið í heitt bað eða leggja hitapoka við auma svæðið, það getur slegið á verki ef barnið á erfitt með svefn. Nuddið varlega aumu, sáru vöðvana til að draga úr spennu.

Það getur reynst mjög gagnlegt að gefa magnesíum fyrir svefninn. Magnesíum hefur slakandi áhrif á alla vöðva og getur inntaka þess þannig dregið úr þreytuverkjum og krömpum. Hægt er að fá magnesíum í hylkjum, í dufti sem hrært er í vökva og sem sprey og þá er það notað útvortis. Einnig ætti að hafa í huga að bæta í mataræðið magnesíumríkri fæðu.

Hnetur,  möndlur, heilkorn,  baunir og linsur, döðlur, rúsínur, bananar, brokkolí, blómkál, rósakál, grænkál, rauðrófur, sellerý og kartöflur eru til dæmis magnesíumríkar fæðutegundir.

Ýmsar hómópatískar remedíur hafa gagnast vel við vaxtarverkjum. Hér eru nefndar nokkrar af þeim helstu en tekið skal fram að ávallt er heillavænlegast að leita sér aðstoðar hjá reyndum hómópata, til að auka líkur á að rétt remedía sé valin:

Calcarea carbonica: Gæti átt við ef barnið er með mikla vaxtarverki í fótum og þreytist hratt við að ganga. Barnið biður um að það sé haldið á því eftir stutta vegalengd, því verkir valda því að þeim finnst þau ekki geta gengið lengra. Barnið er eirðarlaust þegar það á að fara að sofa, sparkar mikið og er órólegt í svefni vegna verkja. Barn sem þarf á Calcarea carbonica að halda svitnar mikið, því líður ekki betur í fótunum við kalda bakstra eða kalt vatn á fætur, það getur verið þrjóskt og oft fýlugjarnt.

Calcarea phosphorica: Gæti átt við hjá barni með vaxtarverki, sem á erfitt með að sofna vegna verkja. Barnið liggur vakandi, oft svo tímunum skiptir og verður uppstökkt og pirrað. Barnið á síðan erfitt með að vakna næsta morgun og er mjög þreytt. Barn sem þarf á Calcarea phosphorica að halda stækkar hratt og við það versna verkirnir.

Causticum: Gæti átt við ef barnið hefur vaxtarverki og er einnig stíft í kringum liði, aðallega í hnjám og ökklum. Barnið er mjög pirrað í fótunum, sérstaklega á kvöldin og á nóttunni. Barn sem þarf á Causticum að halda er gjarnan fíngert og frekar veikbyggt.

Nánari umfjöllun og fleiri remedíur eru teknar fyrir í bókinni Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, hægt er nálgast bókina í vefsölu www.htveir.is

 

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is

www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.