Síðustu ár hefur sjúkdómum og sjúklingum fjölgað, sjúklingar greinast yngri, innlagnir á spítala aukast, lyfjakostnaður margfaldast ár hvert og heilbrigðiskerfið okkar verður alltaf dýrara og dýrara í rekstri.

hoppandi gleði-fjölskylda, www.htveir.isÁ sama tíma erum við mun meðvitaðri um almenna heilsu okkar, líkama og líðan. Við gerum okkur grein fyrir því hversu dýrmæt góð heilsa er. Við viljum jú öll njóta elliáranna á sem bestan hátt og geta tekið fullan þátt í lífi barna okkar og barnabarna.

 

 

En hvað er heildræn heilsa og hvað getum við gert til að halda sem bestri heildrænni heilsu, getum við á einhvern hátt komið í veg fyrir að jafnvægi okkar og almenn orka raskist.

Heildræn heilsa samanstendur af fjórum meginþáttum:

Líkamlegri heilsu: við þurfum næringu, ferskt og næringarríkt fæði og hreint vatn. Við þurfum góðan svefn og slökun er nauðsynleg fyrir góða heildræna heilsu. Einnig er hreyfing mikilvæg, einstaklingsmiðuð eftir þörfum hvers og eins.

Tilfinningalegri heilsu: til að halda góðu jafnvægi, þurfum við stuðning, traust, kærleika og félagsskap frá vinum og fjölskyldu.  Við þurfum að geta tjáð tilfinningar okkar óhindrað og vera meðvituð um hvernig okkur líður. Við þurfum að kunna að finna fyrir tilfinningunum og að þekkja í sundur neikvæðar og jákvæðar tilfinningar.

Hugarfarslegri heilsu: við þurfum jákvæð viðhorf, að aga hugann og efla jákvæða þætti hans, við þurfum að geta hreinsað hugann af neikvæðum áhyggjum og kvíða.

Andlegri heilsu: við þurfum að kunna að þekkja muninn á réttu og röngu, að hafa tilfinningu um tilgang, um að tilheyra, viljann til að láta gott af okkur leiða og að hugsa um hag annarra, líkt og okkar sjálfra.

 

Allir þessir þættir eru jafn mikilvægir fyrir heildræna heilsu. Einstaklingsbundið er hversu lengi við komumst upp með að sinna þeim ekki nægjanlega, en hinn gullni meðalvegur hefur reynst flestum best.

Það er staðreynd að einstaklingur getur haft áhrif á heilsu sína með því að velja skynsama lífshætti. Sífellt fleiri vilja sjálfir bera ábyrgð og lifa samkvæmt þessari staðreynd. Þeir hafa mótað sér skoðanir og gera kröfur um valkosti og leiðir. Við lifum á upplýsingaöld og auðvelt er að sækja sér fróðleik um  heilsu og hvaða valkostir eru í boði þegar eitthvað bjátar á.

Spurningar og svör – Spyr.is

 

Spurning 1

Sæl Guðný Ég hef áhuga á óhefðbundnum lækningum. Hvernig virkar hómópatía? virkar það á alla hvilla, þá er ég að meina andlega og líkamlega? hvað má gera ráð fyrir því að hómópatalyf taki langan tíma að virka? Kveðja Hrönn

Svar frá htveir

Sæl Hrönn

Hómópatía er heildræn náttúrumeðferð sem ætlað er að koma á jafnvægi einstaklingsins til líkama og sálar með því að virkja hans eigin lækningamátt, bæði vegna andlegra og líkamlegra kvilla. Líkaminn er í eðli sínu fær um að lækna sig sjálfur ef hann er í góðu jafnvægi, en sjúkdómar eða einkenni koma í ljós þegar líkaminn er einhverra hluta vegna í ójafnvægi. Einkennin birtast sem viðbrögð við áreiti og álagi og eru merki um viðleitni líkamans til að ná aftur jafnvægi og heilsu.

Hægt er að setja upp myndlíkingu til að útskýra þetta í einföldu máli. Segjum að líkaminn sé bíll sem hafi orðið rafmagnslaus. Hómópatía mundi þá vera startið sem bíllinn fær, en hann heldur síðan áfram að hlaða sig og ná fullri hleðslu.

Misjafnt er hve hratt einstaklingar bregðast við remedíum, börn bregðast gjarnan hraðar við en fullorðnir, þó að það sé ekki algilt.

Á síðu h2, sem stendur fyrir upphafsstafi í heildræn heilsa, www.htveir.is er hægt að lesa um hómópatíu, remedíur, ráðlagða skammta og ýmsar fræðandi greinar, bæði um hómópatíu, næringu og almennt um heildræna heilsu.

Kveðja, Guðný Ósk

 

Spurning 2

Eru þessar meðferðir eitthvað að hvetja fólk til þess að hætta á lyfjum?

 

Svar frá htveir

Það er ekki svo að hómópatar ætlist til, eða hvetji til að hætt sé á þeim lyfjum sem viðkomandi tekur. Við það að einstaklingur nái betra jafnvægi með lífsstílsbreytingum og meðferð getur sú staða komið upp að einhver lyf verði óþörf fyrir viðkomandi. Mikilvægt er að ef þörf er á breytingu á lyfjagjöf ættu allar þær breytingar að vera í samráði við þann lækni sem ávísar lyfinu sem um ræðir.

 

Spurning 3

Góðan dag. Ég er svolítið forvitin um þetta því maður heyrir oft um hómópata en veit ekki alveg út á hvað þetta gengur. Sá sem pantar tíma hjá hómópata, hvað gerir hann/hún? Fær maður skoðun eða mælingu eða? Og hvað svo?

 

Svar frá htveir

Meðferð hjá hómópata hefst á ítarlegu viðtali þar sem viðkomandi segir sögu sína, greinir frá líkamlegu, tilfinningalegu og andlegu ástandi sínu. Viðtalið miðar að því að finna hvar ójafnvægi viðkomandi einstaklings liggur og í framhaldi að finna remedíu/-ur sem gagnast til þess að ná fram heildarjafnvægi hjá einstaklingnum. Hómópati sjúkdómsgreinir ekki, heldur vinnur hann með þau einkenni sem koma fram hjá viðkomandi bæði líkamlega, tilfinningalega og andlega. Upphafsviðtalstími hjá hómópata getur tekið allt að 2 klukkustundum og lengd meðferðar getur verið eins breytileg og einstaklingarnir eru margir.

 

Spurning 4

Eru til rannsóknir um bata eftir hómópatameðferðir og hvers vegna er þetta ekki viðurkennt af læknum?

 

Svar frá htveir

Já, fjöldi rannsókna hafa verið gerðar með óyggjandi jákvæðum niðurstöðum. Þar sem hómópatísk meðferð er einstaklingsbundið meðferðarform og hver og einn einstaklingur er meðhöndlaður eftir hans ástandi og líðan þá eru eigindlegar rannsóknir ákjósanlegastar til að niðurstöður séu sem réttastar. Því miður eru ekki til íslenskar rannsóknir, en jákvæðar reynslusögur þeirra sem hafa nýtt sér hómópatíu til heilsueflingar eru fjölmargar. Margir heilbrigðisstarfsmenn, þar á meðal læknar, viðurkenna þetta aldagamla meðferðarform til heilsueflingar og er samvinna og tilvísanir á milli meðferðaaðila æ algengari.

 

Spurning 5

Er hægt að fá hjá hómópata remedíu (er það annars ekki kallað remedía) sem jafnar út alla þessa þætti sem Guðný nefnir í pistlinum?

 

Svar frá htveir

Það væri aldeilis frábært ef að hægt væri að svara spurningu þinni með einföldu Já, en ekki er það svo að ein hómópatísk remedía virki sem töfralausn. Til að halda sem bestu jafnvægi þarf að huga að öllum lífsháttum eins og kemur fram í ofangreindum pistli. Við erum öll misjöfn og því er ávallt heillavænlegast að sækja sér einstaklingsmiðaða ráðgjöf þar sem leitast er eftir að finna ójafnvægi hjá viðkomandi og unnið út frá því.

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Pistill var áður birtur á Spyr.is og spurningar komu frá lesendum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.