Mörgum hefur reynst vel að hafa nokkrar hómópatískar remedíur við höndina í dagsins amstri. Óhöpp gera ekki boð á undan  sér og þá er gott að geta gripið í skyndihjálparboxið í töskunni ef á þarf að halda.

Plástur á meiddið - www.htveir.is first-aid

Af þeim nokkur þúsund remedíum sem til eru höfum við valið þær fimm helstu sem ættu að vera til á hverju heimili, á hverjum vinnustað, í öllum skólum og íþróttahúsum. Í öllum samgöngutækjum, öllum töskum og ekki síst í öllum íþróttatöskum.

 

Fyrsta hjálp – 5 helstu bráðaremedíur

Skyndihjálparremedíur www.htveir.is

Arnica montana: Er ávallt fyrsta remedía við öllum áföllum, hún dregur úr verkjum, mari og bólgum. Einstaklingur getur fundið sára verki um allan líkama og hann er aumur viðkomu. Hann lætur oft sem ekkert sé að, en er mjög eirðarlaus og vill síður að hann sé snertur og segir að „allt sé í lagi“ þó greinilegt sé að svo er ekki. Öll áreynsla og stöðug hreyfing lætur honum líða verr og hann sækir í að vera í fersku lofti. Arnica montana er einnig frábær hjálp við eymslum  í munni eftir tannviðgerð og reynist vel við flugþreytu.

Calendula: Er mjög græðandi og sótthreinsandi og getur dregið úr öramyndun. Calendula áburður er einstaklega hentugur útvortis á bæði sár og brunasvæði. Mikilvægt er að nota ekki Calendula áburð fyrr en eftir að búið er að hreinsa sárið. Gott getur verið að setja Calendula urtaveig í baðvatn eða blanda henni við vatn í spreybrúsa og spreyja á brennt svæði ef um lítinn bruna eða sólbruna er að ræða. Viðkomandi sækir í að vera í hita og líður verr í kulda og raka.

Hypericum: Reynist vel ef meiðslin, mar, sár eða hrufl, eru á taugasvæðum, eins og á tám, fingrum, í munni eða við rófubein, sérstaklega ef sláttur er á verkjasvæði, taugar hafa marist og mynda þannig verki sem eru skjótandi, leiðandi líkt og rafbylgjur. Einstaklingi líður betur við að nuddað er létt yfir verkjasvæðið, en verr við minnstu hreyfingu. Hypericum getur gagnast vel við verkjum eftir deyfingu hjá tannlækni.

Apis mellifica: Er frábær ef um býflugnabit er að ræða. Bólga myndast, mikill hiti, roði og verkur. Svæðið er viðkvæmt og heitt viðkomu og ofsakláði gæti verið til staðar á stungusvæði. Það dregur úr einkennum ef kaldur bakstur er lagður á stungusvæðið.

Ledum pustules: Hentar vel ef stungusvæði er bólgið, rautt og kalt viðkomu t.d. eftir skordýrabit eða stungusár eftir oddhvassan hlut og ef stigið er á nagla. Gott getur verið aðleggja kaldan bakstur á stungusvæðið, en hiti og hreyfing lætur viðkomandi líða verr.

 

 marinn fingur firstaid02

Hrufl og smáskurðir

Nokkrar af helstu remedíunum sem geta gagnast vel við hvers lags meiðslum, fleiður, skurðir eða sár, bólgur og mar.

Arnica montana, Calendula, Hypericum, Staphysagria.

 

Gott er að nota Arnica áburð útvortis á bólgusvæði, en ekki ætti að nota hann ef sár er opið, þá ætti að nota Calendula áburð.

 

Höfuðhögg, tognun og áverkar

Nokkrar af helstu remedíunum sem geta gagnast vel eftir áverka, höfuðhögg, tognun, bólgur, mar, eftir að hafa fengið kúlu á höfuðið eða högg á rófubein.

Aconite, Arnica montana, Bryonia, Hypericum, Natrum sulphuricum, Ruta gravoelens, Rhus toxicodendron.

 

Leitið strax á slysadeild ef einkenni eftir höfuðhögg sýna sig sem mikill höfuðverkur, ógleði, uppköst, slappleiki, djúpur svefn, óráð, krampaflog, minnisleysi, sjóntruflanir og ef tær eða blóðugur vökvi lekur úr eyrum eða nefi.

 

Bruni og sólbruni

Bruni á húð getur verið af ýmsum toga, hvort heldur um sólbruna eða bruna frá gufu, heitu vatni eða eldi er að ræða. Nokkrar af helstu remedíunum sem geta gagnast vel við bruna á húð.

Arnica montana, Belladonna, Calendula, Cantharis, Causticum, Natrum muriaticum, Urtica urens.

 

Gott getur verið að bera Aloe vera gel á roðasvæði eftir sólbruna, það kælir og dregur úr sviða.

 

Skordýrabit og stungur

Þegar býflugur eða vespur stinga, skilja þær eftir litlar holur í húðinni, býflugan skilur broddinn eftir, en vespur gera það sjaldan, sviði og sársauki er staðbundinn.  Ef stungan er eftir marglyttu veldur það einnig staðbundinni sviða- eða brunatilfinningu. Helstu einkenni eru þroti og erting í húð, roði, bólga og kláði. Nokkrar af helstu remedíunum sem geta gagnast vel við stungusárum.

Apis mellifica, Ledum pustules, Staphysagria.

 

Tea tree olía er hreinsandi og kælandi hún fælir líka flugur frá.

Á býflugnabit er gott að setja bökunarsóda sem hefur verið blandaður með smá vatni. Einnig er hægt að væta svæðið með eplaediki, það dregur úr kláða.

 

Í þessari grein Heimilisremedíuboxið – hvaða remedíur er gott að eiga til? eru nefndar mun fleiri remedíur sem gott er að eiga alltaf á vísum stað. Upptalningin er langt frá því að vera tæmandi, en nefndar eru þær remedíur sem koma oft upp í bráðatilfellum og því gott að eiga sem flestar til að grípa í.

 

Góður kafli um Bráðatilfelli er að finna í bókinni Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, hægt er nálgast bókina í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem kindle útgáfu (ebook) á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem kindle útgáfu (ebook).
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.