njálgur, www.htveir.isNjálgur (Enterobius vermicularis) er lítill ormur sem er algengasta sníkjudýr í meltingarvegi manna. Hann er sjaldgæfur hjá fullorðnum, en algengur hjá börnum og mjög smitandi. Margir finna ekki fyrir neinum einkennum, á meðan aðrir fá mikinn kláða í og við endaþarmsop. Kláðanum fylgir oftast roði og eymsli.

 

handþvottur, www.htveir.isHreinlæti er mjög mikilvægt, setjið barnið oft í bað og þvoið hendur þess reglulega og klippið neglur. Gott ráð er að setja vel af vaselíni í kringum endaþarm barnsins, ormar festast í því þegar þeir skríða út og komast síður aftur inn og auðvelt er að þrífa þá í burtu.

 

 

Ormarnir eru oftast um sentimetri að lengd og sjást með berum augum, er þeir gæjast út við endaþarmsopið, einnig finnast þeir í hægðum barnsins. Algengasta smitleiðin er talin vera frá fingrum upp í munn, þar sem egg njálgsins verða eftir á fingrum og undir nöglum eftir að barnið klórar sér. Þaðan berst síðan smit í leikföng, fatnað og rúmföt og geta egg njálgsins lifað af fyrir utan líkamann í allt að 3 vikur við stofuhita. Njálgur er sjaldnast hættulegur, en getur valdið miklum óþægindum og óróleika hjá barni.

klóra í rassinn, njálgur, www.htveir.is
Flestir sem hafa njálg finna fyrir miklum kláða við endaþarminn, kláðinn er oft mestur seint á kvöldin og á nóttunni. Það að líkamshiti lækki á nóttunni er talið vera valdur þess að kláðinn ágerist  þá.
Hómópatískar remedíur hafa reynst vel við meðhöndlun barna með njálg, ávallt er heillavænlegast að ráðfæra sig við reyndan hómópata við val á hentugustu remedíunni.

 

Aconite: Barn gæti fundið fyrir sársauka í maganum, naflasvæðið er hart og allur maginn útþaninn. Barnið rembist, en án árangurs eða þá að einungis komi slím. Oft er barnið einnig með ógleði og því líður verr á nóttunni með óþolandi kláða í endaþarmi.

Calcarea carbonica: Mikill kláði og sviði er við endaþarm og jafnvel útbrot. Barninu finnst það þurfa að kúka oft og mörgum sinnum, en þrátt fyrir að rembast kemur lítið sem ekkert. Það er ekki óalgengt að barnið hafi einungis hægðir einu sinni í viku eða sjaldnar.

Cina:  Afgerandi kláði er bæði í nefi og endaþarmi, ásamt sársauka í kringum naflasvæðið. Barnið er órólegt í svefni með ósjálfráða kippi í höndum og fótum og á það til að öskra upp úr svefni. Barn sem þarfnast Cina er með óvenju mikla matarlyst og er annað hvort með hægðatregðu eða mjög lausar hægðir.

Lycopodium: Magi er útþaninn og mikill vindgangur. Barnið hefur á tilfinningunni að eitthvað sé að skríða upp og niður í þörmunum og að eitthvað sé lifandi í maganum. Algengt er að barnið sé með hægðatregðu.

Nux vomica: Barnið er með hægðatregðu ásamt ofsakláða, því svíður og kvartar um stingi í endaþarmi. Barnið er mjög pirrað og þrjóskt.

Spigelia: Barninu getur verið flökurt og með magaverki, sérstaklega í kringum nafla. Barnið er með kláða við endaþarm og kippist oft til og frá, í hægðum barnsins er slím og ormar.

 

Gott getur verið að borða mikið af gulrótum, helst á fastandi maga, þar sem trefjarnar hjálpa líkamanum við að losa sig við njálginn. Graskersfræ eða þykkni úr fræjunum lama njálginn og hjálpa líkamanum að losa sig við hann. Einnig er gott að bæta engiferrót við mataræði til að flýta ferlinu.

Túrmerik og hvítlaukur hafa einnig reynst vel við að útrýma ormunum þar sem inntaka þess gerir njálgnum erfitt fyrir að þrífast í líkamanum.

Handþvottur og almennt hreinlæti er gífurlega mikilvægt ef njálgur lætur á sér kræla!

Frekari upplýsingar um njálg og hómópatíska meðferð og remedíur eru að finna í bókinni Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu. Bókina má nálgast í vefverslun hér á síðunni.

Hér má sjá myndband um njálg frá Doktor.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.