Barkahósti www.htveir.isBarkabólga er algeng sýking, sem oftast orsakast af kvefveirum. Hún er algengust hjá ungum börnum og einkennin byrja oftast að nóttu til, en þau myndast vegna bólgu og slímmyndunar í barkanum. Yngri börn hafa þrengri barka en þau stærri og geta því einkennin orðið meiri og bráðari hjá þeim. Börnin vakna gjarnan 1 til 2 klukkustundum eftir að þau eru sofnuð, með sáran geltandi hósta og eiga oft í erfiðleikum með öndun. Þau eru oftast hás og hvæsandi soghljóð heyrist við innöndun. Lítill eða enginn hiti fylgir, en almenn vanlíðan getur verið mikil. Venjulega gengur barkabólga yfir á tveimur sólarhringum og sýkingin jafnar sig á innan við viku.

Börn geta orðið mjög hrædd er þau vakna upp við barkahósta, því hóstahljóðin geta hljómað eins og geltandi hundur eða líkst selagelti. Mikilvægt er að hafa hátt undir höfði barnsins og halda ró þess og ekki síður að passa upp á að vera rólegur sjálfur. Gott er að láta barnið anda að sér fersku lofti. Einnig reynist oft vel að fara með barnið í sturtu eða láta heitt vatn renna í baðkerið, þannig að barnið andi að sér gufu.

Hómópatía hefur reynst vel í mörgum tilfellum barkabólgu, hér að neðan er listi yfir nokkrar remedíur sem oft hafa hjálpað í slíkum tilfellum. Tekið skal fram að ávallt er heillavænlegast að leita sér aðstoðar hjá reyndum hómópata, til að auka líkur á að rétt remedía sé valin.

Aconite: Barkabólga kemur skyndilega eftir að barnið hefur verið úti í kulda. Hósti barnsins er þurr. Barnið er eirðarlaust og hrætt, því líður verr við kulda og á nóttunni, en líður betur í fersku lofti, við hreyfingu og í hita.

Allium cepa: Hæsi er til staðar, kvefi og útskilnaður er glær og vatnskenndur. Barninu er heitt og það er þyrst. Því líður verr innandyra, í heitu herbergi og á kvöldin, en líður betur í fersku lofti.

Argentum nitricum: Barkabólga kemur eftir að barnið hefur verið að syngja, tala eða öskra mjög mikið. Barnið er kvíðið, eirðarlaust og vill alltaf vera á ferðinni. Barninu líður verr í heitu herbergi og vill anda að sér fersku lofti.

Causticum: Barkabólga byrjar eftir ofnotkun á röddinni og ef barnið er kvíðið eða mjög spennt fyrir komandi viðburðum. Barnið er viðkvæmt, hrætt og brestur í grát af minnsta tilefni. Barninu líður betur við að þvo sér og líður vel í rigningu, en verr í þurrum köldum vindi.

Hepar sulphuris: Hæsi er mikið og barnið hefur geltandi hósta. Einkenni byrja eftir að hafa verið úti í kulda eða í hita. Oft fylgir einnig hálsbólga sem leiðir út í eyru þegar kyngt er. Barnið kvartar um að stingur sé í hálsi eins og flís. Barninu líður verr á nóttunni og þegar það vaknar á morgnana, einnig við allt kalt og því líður betur við hita og heita bakstra.

Kali bichromicum: Barnið hóstar upp seigu, gulu slími. Barnið er kvefað og þarf að losa mikið slím. Barnið kvartar og hefur tilfinningu um að hár sé í hálsinum. Hæsið er meira eftir að barnið borðar eða drekkur. Barninu líður verr án ábreiðu og í köldu veðri, en líður betur í hita og við að liggja í heitu rúmi.

Phosphorus: Gæti átt við ef barnið er með þurran og skrapandi hósta, með brennandi verki í hálsi. Barnið hóstar upp slími á morgnana. Oftast fylgir kvef og hæsi. Barninu líður betur við að drekka ískalda drykki og vill hafa félagsskap.

 

Nánari umfjöllun má finna í bókinni Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, hægt er nálgast bókina í vefsölu www.htveir.is
Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.