Grænkál – við elskum grænkál
Grænkál er eitt næringarríkasta grænmeti sem völ er á, það er harðgert og auðvelt í ræktun. Grænkál inniheldur karóteníða (beta-karóten/A-vítamín), járn, kalk, kalíum, magnesíum, fólínsýru, B-2, B-3, E- og C-vítamín. Grænkál hefur mikil og góð áhrif á meltinguna, á ristilinn, þarmana og lifrina. Trefjar grænkálsins örva slímmyndun á þarmaveggjunum innanverðum og hjálpar þannig við hæga meltingu og getur komið í veg fyrir harðlífi, einnig er það talið hjálpa við hreinsun lifrarinnar.
Grænkál má nýta á ýmsa vegu í daglegu mataræði, en þar sem C-vítamín og fólínsýra þola illa suðu þá er ekki ráðlagt að láta grænkálið malla lengi í pottunum. Betra er að gufusjóða það til að varðveita eins mikið af vítamínunum og hægt er. Gott er að nota það í súpur, salöt og ýmsa pottrétti. Einnig er tilvalið að nýta það í orkudrykki og einnig til borða sem millimál eða snakk.
Hér eru hugmyndir af dásamlega góðu, hollu og næringarríku grænkálssnakki:
Einfalt grænkálssnakk:
6-8 blöð af grænkáli
Dass af sjávarsalti
3 msk ólífuolía
Fjarlægið kálblöðin af stöngli og rífið niður kálið í munnbita.
Olía og salt hrært vel saman í skál, kálið sett út í og olían látin smyrjast vel á blöðin.
Sett á bökunarpappír í ofnskúffu og bakað í ofni við 130°C með blæstri í 30 mínútur.
Gourmet grænkálssnakk:
6-8 blöð af grænkáli
50 gr sólþurrkaðir tómatar
Dass af tamari sósu
1 hvítlauksrif, smátt skorið eða hvítlaukskrydd
Fjarlægið kálblöðin af stöngli og rífið kálið í munnbita.
Öllu hrært vel saman í skál, kálið sett út í og makað vel á kálið.
Sett á bökunarpappír í ofnskúffu og bakað í ofni við 130°C með blæstri í 30 mínútur.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Flokkað efni
- Börnin okkar (71)
- Fréttir (17)
- Heildræn heilsa (157)
- Hreyfing (9)
- Húsdýrin (9)
- Karlar (90)
- Konur (100)
- Meðganga og fæðing (14)
- Næring og uppskriftir (41)
- Remedíur (37)
- Sálgæsla (1)
- Sýkingar og slappleiki (38)
- Vefjasölt (15)