Grænn djúsMorgundrykkir – fljótlegar vítamínbombur

Í tímaleysi nútímamannsins er svo gott að geta útbúið eitthvað hollt og gott á fljótlegan og auðveldan hátt. Hollir djúsar eru einstaklega þægileg leið til að fylla líkamann hollustu fyrir daginn á örskömmum tíma ef vekjaraklukkan var aðeins of lengi á snúsi og ekki mikill tími til að setjast niður og borða morgunmatinn, eina mikilvægustu máltíð dagsins. Það er auðvelt að smella grænni bombu í brúsa og taka með sér jafnvel þó maður sé á hlaupum á milli staða.

 

Hér fylgja 15 uppskriftir af fljótlegum og bragðgóðum vítamínbombum sem  hægt er að smella í blandarann á meðan þú burstar tennurnar svo þú getur hlaupið af stað nánast um leið og þú skríður undan sænginni .smootie í blandara

Allir þessir drykkir eru stútfullir af vítamínum og góður grunnur fyrir orkuþörf líkamans til að takast á við daglegt amstur. Láttu það ekki stoppa þig þó eitthvað eitt sé ekki til í ísskápnum einhvern morguninn heldur skelltu einhverju öðru út í drykkinn sem til er í það skiptið. Þú gætir fundið upp glænýjan bragðgóðan ofurdrykk sem yrði þitt uppáhald og það er líka svo gaman að prófa eitthvað nýtt.

 

 

Mangónammi Bananayndi Jarðarberjasæla
2 bollar vatn 1 bolli vatn 1 bolli vatn
2 mangó 2 bananar 1 bolli jarðarber
1 bolli spínat 1 bolli grænkál 1 banani
1 bolli romaine salat
Perudásemd Suðræn sæla Seyðandi
2 bollar vatn 2 bollar vatn 2 bollar vatn
2 perur 1 bolli ananas 1 mangó
1 banani 1 banani 1 bolli ananas
1 bolli spínat 1 bolli spínat 1 bolli blandað salat
Ávaxtadjús Dásemd Ferskjusæla
1 bolli vatn 2 bollar vatn 1 bolli vatn
2 epli 1 bolli jarðarber 3 ferskjur
1 banani 1 mangó 1 banani
1/2 agúrka 1 bolli spínat 2 sellerý stilkar
Bláberjabomba Berjabomba Hindberjabomba 
2 bollar vatn 2 bollar vatn 2 bollar vatn
1 bolli bláber 1 bolli blönduð ber 1 bolli hindber
1 banani 1 mangó 1 banani
1 bolli spínat 1 bolli spínat 1 bolli blaðkál
Sítrusdrykkur Apríkósudásemd  Kókosbomba 
1 bolli vatn 2 bollar vatn 1 bolli vatn
1 bolli ananas 1 bolli apríkósur 1 ananas
1 appelsína 1 banani 1/2 bolli kókoshneta (kjötið innanúr)
1 bolli spínat 1 bolli romaine salat 1 bolli spínat

 

Gott er að nota annan vökva í stað vatnsins til tilbreytingar, t.d. kókosmjólk eða möndlumjólk.

smoothie íspinnarEf þú átt afgang í blandaranum er tilvalið að hella því í íspinnabox og frysta – það er svo gott að geta gripið í hollustu þegar löngun í gotterí hellist yfir.

 

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is

www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is

– See more at: http://www.htveir.is/?p=5264#sthash.EOZEW2G6.dpuf

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is

– See more at: http://www.htveir.is/?p=5264#sthash.EOZEW2G6.dpuf

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is

– See more at: http://www.htveir.is/?p=5264#sthash.EOZEW2G6.dpuf

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is

– See more at: http://www.htveir.is/?p=5264#sthash.EOZEW2G6.dpuf

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.