frunsa cropFrunsa (Herpes simplex) er veirusýking. Við vissar aðstæður, t.d. við álag,  í mikilli sól, miklum kulda, við veikindi eða ef aðrar sýkingar veikja ónæmiskerfi líkamans, þá getur herpessýking blossað upp og einstaklingurinn fær frunsur. Fyrstu merki um að frunsa sé að myndast eru kláði eða fiðringur í u.þ.b. sólarhring, þá byrja blöðrur að myndast sem springa og mynda þá hrúður og sár. Þetta ferli getur tekið um 1-2 vikur.

 

Best er að blöðrur og sár fái að þorna og því á ekki að hylja þau með neinu. Vessi frá frunsunni í upphafi sýkingar inniheldur veirur og er smitandi.

 

Algengast er að sýkingin sé á vörum eða umhverfis þær en hún getur verið nánast hvar sem er á líkamanum. Herpesvírusinn er algengur og nefnt hefur verið að annar hver einstaklingur sé smitaður af þessum veirum. Langflestir smitast í æsku en einstaklingur getur smitast hvenær sem er yfir ævina. Ef einstaklingur hefur einu sinni smitast af veirunni þá losnar hann aldrei við hana.

Hér eru nokkrar af þeim remedíum sem reynst hafa vel við frunsum:

Apis • Arsenicum • Capsicum • Hepar sulphuricum • Natrum muriaticum • Mercurius • Rhus toxicodendron • Sempervivum

 

Flæðirit.frunsur

Gagnleg ráð við frunsum:

Tilvalið er að bera Tea tree olíu eða peroxíð á frunsur. Hvoru tveggja sótthreinsar og þurrkar frunsuna.
GSE dropar geta drepið vírusa og gagnast því vel við frunsum, ásamt því að styrkja ónæmiskerfið almennt.
Skerið þunna sneið af hvítlauksrifi og leggið yfir sárið, látið liggja á 10 mínútur og skolið með volgu vatni. Smá sviði getur myndast við það, en þetta ráð hefur reynst vel.
Mikilvægt er taka remedíur og/eða að bera á frunsuna strax og hún gerir vart við sig.

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

 

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á facebook
Guðný Ósk hómópati á facebook

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem kindle útgáfu (ebook) á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem kindle útgáfu (ebook).
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.