frjókorn frá biðukollu og grasFrjókornaofnæmi er ofnæmi fyrir gróðurfrjókornum. Helstu einkenni frjókornaofnæmis er kláði og roði í augum og táramyndun. Önnur einkenni eru síendurteknir hnerrar og kláði í nefinu. Stöðugt nefrennsli og stíflað nef, slímhúðin í nasaholum þrútnar sem getur valdið því að erfitt verður að draga andann í gegnum nefið.

 

Algengustu frjókornaofnæmisvaldar á Íslandi eru frjókorn frá ýmsum grastegundum, einnig frá súrum, eins og hundasúru, birki og túnfíflum. Frjókorn frá blómstrandi blómum eru sjaldnast ofnæmisvaldandi.

 

Hómópatía byggir á kenningunni að “líkt lækni líkt” og stuðlar meðferðin að því að virkja eigin mátt líkamans til lækningar. Þetta lögmál til heilunar líkamans hefur löngum verið virt og er haft eftir Hippócrates (460-350 B.C) að “By similar things a disease is produced and through the application of the like is cured.” Aristóteles (384-322 B.C.) á einnig að hafa sagt “Often the simile acts upon the simile” Samuel Hahnemann (1755-1843), faðir hómópatíunnar byggði kenningar sínar um hómópatíu á þessum grunni.

 

Í Fimmta þrepi greinarinnar um Heilsuþrepin sjö er fjallað um óþol og ofnæmi.

Ofnæmi og óþol:
Þetta þráláta ástand í fjórða þrepi íþyngir ónæmiskerfinu það mikið að það fer að lokum að bregðast við meinlausum efnum, sem við ættum annars að þola vel, t.d. mjólk, egg, nikkel, ryk, o.fl. Hér sýnir líkaminn veikleika og einkenni eins og t.d. frjókornaofnæmi, astma og óþoli gagnvart ýmsu sem viðkomandi þoldi áður.

Númer 1, 2 og 3 þarf að styrkja ónæmiskerfið.

Enginn einstaklingur bregst nákvæmlega eins við áreiti og því þarf að skoða hvert og eitt tilfelli fyrir sig.

Ekki er óalgegnt að fólk með frjókornaofnæmi hafi einnig ofnæmi fyrir vissum fæðutegundum. Það getur hjálpað mörgum að forðast vissar fæðutegundir, t.d. glúteinríkt fæði, ýmsar mjólkurvörur, álegg, vín og osta. Gott er að byrja að taka fyrir eitthvað eitt í einu og fikra sig áfam með hvað fer í illa í viðkomandi og hvað er í lagi.

Ýmis bætiefni geta hjálpað líkamanum, þar má  t.d. nefna meltingargerla, magnesium, quercitin, alpha lypoid acid, L-lysin, C-, B6-, B12- og E-vítamín og góðar Omega 3 fitusýrur. Breytt mataræði getur hjálpað einstaklingum með frjókornaofnæmi.

 

1 maí skrúðganga Birta Bangsimon 004 1 maí skrúðganga Birta Bangsimon 007Sumir þola það að taka inn frjókorn, byrja smátt og auka magn hægt og rólega, t.d. mætti byrja á að setja 1 korn út í morgungrautinn og auka svo allt upp í 2 tsk., en nauðsynlegt er að fara varlega ef um slæmt ofnæmi er að ræða, þetta hentar alls ekki öllum.

 

Mjög gott er að byrja að undirbúa líkamann síðla vetrar eða snemma vors. Með þessum breytingum styrkist líkaminn og verður ekki jafn móttækilegur fyrir áreiti frjókornanna.

Laukur

 

Þar sem að hómópatía byggist á lögmálinu “líkt læknast með líku”  hefur til að mynda remedían Allium cepa, sem unnin er úr lauk, oft gefist mjög vel í frjókornaofnæmistilfellum. Einkenni sem koma fram hjá heilbrigðum einstaklingi við það að skera lauk, eru  t.d. táramyndun, sviði, roði og kláði í augum. Þessi einkenni eru lík þeim sem einstaklingur með frjókornaofnæmi sýnir.

Hér eru nokkrar af þeim remedíum sem reynst hafa vel við frjókornaofnæmi:

Allium cepa • Arsenicum • Euphrasia • Natrum muriaticum • Sabadilla • Wyethia

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

 

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is

Heildræn heilsa – htveir á facebook
Guðný Ósk hómópati á facebook

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem kindle útgáfu (ebook) á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem kindle útgáfu (ebook).
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.