Við höfum flest heyrt umræðu um að lífrænar afurðir séu betri fyrir heilsuna. En höfum við hugleitt af hverju? Hvers vegna ættum við að neyta lífrænna ávaxta eða grænmetis? Lífrænt grænmeti er jú í flestum tilfellum töluvert dýrara heldur en “venjulegt” grænmeti og því er það freistandi tilhugsun að hundsa þessi óljósu lífrænu skilaboð og kaupa áfram það sem við erum vön – innflutt eða innlent, venjulegt, hollt og gott grænmeti.

01_Rustic

Vel þekkt en jafnframt umdeild könnun frá árinu 2012 unnin af rannsóknarteymi frá Stanford háskóla (Stanford study) sýndi fram á það að næringargildi grænmetis og ávaxta úr lífrænni ræktun væru EKKI næringarmeira heldur en úr ólífrænni framleiðslu, en næringargildi matvæla segir til um innihald þeirra af orkugefandi næringarefnum, s.s. próteini, fitu og kolvetnum, ásamt vítamínum og steinefnum.  Við þessa könnun var næringargildi afurðanna mælt með tilliti til þess hversu mikið af vítamínum ávextirnir og grænmetið innihélt og er könnunin einmitt gagnrýnd fyrir það að meta næringargildið svo þröngt, því það gefur auga leið að næringargildi ávaxta og grænmetis tekur til miklu fleiri þátta heldur en einungis hversu mikið af vítamínum þau innihalda.

Að auki mætti skoða hvaða áhrif  það hefur á heilsu okkar að neyta þeirra varnarefna sem notuð eru við hefðbundna ræktun, en varnarefni eru meðal annars skordýraeitur, illgresiseyðar, sveppalyf og stýriefni sem hafa áhrif á geymsluþol eða stjórna vexti plantna.  Langtíma rannsóknir sem segja nákvæmlega til um hvaða áhrif þessi efnin hafa á lífverur eru ekki til og því má áætla að við sem borðum ólífræna ávexti eða grænmeti sem innihalda eiturefnin séum öll þátttakendur í langtímarannókn á þessum áhrifum.

 Samkvæmt heimildum er skimun fyrir eiturefnum hér á landi ónóg og það má gera ráð fyrir því að mörg varnarefni séu til staðar í ávöxum og grænmeti sem selt er hérlendis án þess að við vitum af þeim. Í nágrannalöndum okkar er ekki óalgengt að í sama sýninu finnist fleiri en eitt varnarefni EFTIR SKOLUN og að meðaltali eru tvö eða fleiri efni í um 40-50% tilfella og allt að 14 efni í eina og sama sýninu.

Eins og einnig er nefnt í þessari könnun frá 2012, þá eru engin eiturefni notuð við lífræna ræktun svo að fólk sem neytir lífrænna afurða er ekki útsett fyrir áhrifum hinna ýmsu eiturefna á heilsu sína.  Við lífræna ræktun eru framleiðsluhættir byggðir á alþjóðlegum reglum. Notaður er lífrænn áburður, sáðskipti og lífrænar varnir í stað tilbúinna eiturefna og erfðabreyttar lífverur eða afurðir eru ekki notaðar.

gulræturEru rökin fyrir því að borða lífrænt grænmeti og ávexti ef til vill þau að þannig tryggjum við að við séum ekki að innbyrða efni sem hugsanlega gætu haft skaðleg áhrif á heilsu okkar til lengri tíma.  Ein öflugustu Umhverfis- og heilsuverndarsamtök í Bandaríkjunum, “Environmental Working Group”, birta á hverju ári lista yfir það grænmeti og ávexti sem innihalda MEST af eiturefnum úr hefðbundinni ræktun.

Guðrún Tinna Thorlacius tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.