htveir heildræn heilsa ehf

Heildræn heilsa – htveir hefur samstarf við verslunina Þumalínu, Hátúni 6a í Reykjavík

 

Fimmtudaginn 15. maí kl. 16:00 – 18:00 verður fyrsta kynning og samvera haldin í Þumalínu þar sem þær Guðný Ósk og Guðrún Tinna hómópatar munu miðla fróðleik um hómópatíu og spjalla um ýmsa heilsukvilla á meðgöngu, fæðingu og eftir að gullmolinn er fæddur.

Þær stöllur hafa margra ára reynslu í meðhöndlun barna og ætla að gera sitt allra besta til að svara öllum þeim spurningum sem upp koma.

Grunngerðir barna - heildræn heilsa - www.htveir.is

Helstu stofngerðir barna

Hér á vef Heildrænnar heilsu má finna ýmsar góðar greinar um meðgöngu og fæðingu ásamt ýmsum kvillum sem upp kunna að koma á uppvaxtarárum barnanna og má t.d. vísa beint í neðangreindar greinar. Einnig er auðvelt að slá inn leitarorð hér á vefnum efst til hægri ef leitað er af sérstökum kvillum eða ástandi.

Meðganga og fæðing 

Morgunógleði

Vefjasölt á meðgöngu

Brjóstagjöf og brjóstabólga

Ungbarnamagakrampar

Sjálfshjálp með remedíum

Endilega kynnið ykkur hinar ýmsu greinar sér á síðunum og verið hjartanlega velkomin öll með spurningar og vangaveltur – við hlökkum mikið til að sjá ykkur í Þumalínu n.k. fimmtudag, 15 maí á milli klukkan 16:00 og 18:00.

Forsíða beggja bóka -h2 - www.htveir.isSjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

 

 

Heildræn heilsa – h2
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem kindle útgáfu (ebook) á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem kindle útgáfu (ebook).
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.