Vilt þú vita hvaða grænmeti & ávextir innihalda mest af eiturefnum úr hefðbundinni ræktun?

Veggies - Grænmeti

 

Ein öflugustu Umhverfis- og heilsuverndarsamtök í Bandaríkjunum, “Environmental Working Group”, birta á hverju ári lista yfir það grænmeti og ávexti sem innihalda mest af eiturefnum, svo sem skordýraeitur eða illgresiseyði.

Samkvæmt árlegum könnunum þeirra, innihalda tveir þriðju afurða úr hefðbundinni ræktun skordýraeitur eða önnur varnarefni eftir skolun og samkvæmt könnunum síðustu þriggja ára, hefur þessi listi lítið breyst milli ára.

Matvæla- og lyfjastofnun í Bandaríkjunum (USDA & FDA) útveguðu 28.000 sýni sem voru rannsökuð með tilliti til magns varnarefna. Sérhvert sýni var mælt fyrir eiturefnum og í kjölfarið var gefin út listi yfir það grænmeti og ávexti sem innihalda MEST af eiturefnum annarsvegar og MINNST hins vegar.

Eru rökin fyrir því að borða lífrænt grænmeti og ávexti einmitt þau, að þannig tryggjum við að við séum ekki að innbyrða efni sem gætu haft skaðleg áhrif á heilsu okkar og barna okkar til lengri tíma.

Ef þú hefur ekki áhuga á að taka “óvart” þátt í langtímarannsókn á því hvernig áhrif það hefur á líkama okkar að neyta reglulega skordýraeiturs í einhverju mæli, væri ef til vill hugmynd að kynna sér það hvaða afurðir innihalda jafnan mest eða minnst af eiturefnum. Þannig væri hægt að leggja áherslu á að nálgast að minnsta kosti verstu sökudólgana á lífrænum markaði.

 

Epli úr hefðbundinni ræktun mælast árlega lang VERST hvað varðar eiturefni. Kauptu lífræn epli – því við vitum ekki hvaða áhrif það hefur á heilsuna að neyta reglulega þessara eiturefna. Það er ekki talið nægja að skræla hefðbundin epli, þar sem eiturefnin eiga greiðan aðgang inn í eplið gegnum mjúka húð þess.

 

Verstu sökudólgarnir eru eftirfarandi:

dirty dozen.organic

Epli ~ Sellerí ~ Konfekttómatar ~ Gúrka ~ Vínber ~ Nektarínur ~ Ferskjur ~ Kartöflur ~ Spínat ~ Jarðaber ~ Sætar paprikur ~ Grænkál

 

 

 

Skolum vel allt grænmeti, ávexti og ber áður en við neytum þeirra hér má sjá auðvelda og mjög góða þrifaðferð.

Guðrún Tinna Thorlacius tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.