Skolum ávexti og grænmeti
Mælt er með að skola alla ávexti mjög vandlega áður en bitið er í þá, einnig allt grænmeti og ber, sérstaklega innflutta ávexti og grænmeti.
Við ræktun ávaxta eru notuð hin ýmsu skordýravarnar- og rotvarnarefni, til að lengja geymslutíma þeirra og til varnar óvinveittum skordýrum. Þessi varnarefni sitja á ávöxtunum og er mikilvægt að hafa í huga að ýmsar leifar varnarefnanna eru enn eftir á ávöxtunum þegar við kaupum þá inn til heimilisins. Þessi efni eru að miklum hluta í ysta lagi ávaxtanna t.d. á hýði eða berki. Það er því góð regla að skola vel ávexti og grænmeti fyrir neyslu.
Edik er tilvalið til að þrífa ávexti, grænmeti og ber.
Hálffyllið hreinan eldhúsvaskinn með ylvolgu vatni, bætið 1 bolla (250 ml) af ediki í og hrærið í vatninu.
Setjið ávextina í vatnið og leyfið þeim að liggja í 10 mínútur. Vatnið verður gruggugt en ávextirnir hreinir. Skolið ávextina vel á eftir með köldu vatni.
Tilvalið er að nota þessa aðferð á allt grænmeti og einnig á öll ber, hreinsun á þennan hátt kemur í veg fyrir að berin mygli og þannig endast þau lengur fersk og bragðgóð.
Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2
Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is
Flokkað efni
- Börnin okkar (71)
- Fréttir (17)
- Heildræn heilsa (157)
- Hreyfing (9)
- Húsdýrin (9)
- Karlar (90)
- Konur (100)
- Meðganga og fæðing (14)
- Næring og uppskriftir (41)
- Remedíur (37)
- Sálgæsla (1)
- Sýkingar og slappleiki (38)
- Vefjasölt (15)