Ledum
Ledum er unnin úr plöntunni Ledum palustre (Wild Rosemary).
Ledum er ein þeirra remedía sem nauðsynlegt er að eiga í skyndihjálparboxi heimilisins. Hún hefur verið notuð með mjög góðum árangri eftir ýmis konar stungusár, t.d. eftir að hafa stigið á nagla. Einnig við flugnabitum og jafnvel við öðrum dýrabitum. Stungusvæðið er bólgið og rautt en kalt viðkomu.
Einnig hefur hún reynst vel við ýmsum augnáverkum, þar með talið glóðarauga. Hún hefur verið gefin til að koma í veg fyrir blóðsýkingar. Einnig við liðverkjum sem byrja í liðum neðri hluta líkamans og verkir færast upp líkamann, kuldi er einkennandi á verkja- og bólgusvæðum þar sem remedían Ledum á við.
Líður betur: Við kaldan bakstur á verkjasvæði
Líður verr: Við hita • á nóttunni • við snertingu
Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2
Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is
Flokkað efni
- Börnin okkar (71)
- Fréttir (17)
- Heildræn heilsa (157)
- Hreyfing (9)
- Húsdýrin (9)
- Karlar (90)
- Konur (100)
- Meðganga og fæðing (14)
- Næring og uppskriftir (41)
- Remedíur (37)
- Sálgæsla (1)
- Sýkingar og slappleiki (38)
- Vefjasölt (15)