Rabarbari - sultugerð www.htveir.isRabarbari (Rheum rhabarbarum) er fjölær og harðger jurt sem þrífst víða hér á Íslandi. Plönturnar hafa forðarætur og blaðvöxtur hefst snemma á vorin. Þær þurfa ekki mikla birtu og þrífast því ágætlega í skugga. Blaðstilkarnir eru notaðir til matar og muna flest okkar eftir að hafa hlaupið um með rabarbarastilk í hendi sem börn og þegar bitið var í þá kom súrt bragð í munninn og gretturnar fylgdu, en stilkurinn var borðaður þrátt fyrir það.

Þónokkuð er af Beta-karótíni í rabarbara, einnig kalíum, C og A vítamíni.

 

Við hjá Heildræn heilsa – www.htveir.is elskum rabarbara og gerðum yndislega góða sultu úr slíkum sem okkur áskotnaðist. Ert þú búin/-nn að sulta í ár?

Rabarbari - sultugerð www.htveir.is

Notuðum döðlur í sultuna sem bragðast yndislega.

Við útbjuggum tvær týpur – önnur með hrásykri en hina með Steviu.  Hér fyrir neðan eru uppskriftirnar:

Rabarbari - sultugerð www.htveir.is

Byrjið á að þvo rabarbarann vel.


Uppskrift #1

1300 gr. rabarbari – þveginn og skorinn í bita

500 gr. döðlur – saxaðar

500 gr. hrásykur

2 tsk kanill

safi úr 1/2 lime

allt soðið saman í ca. 45 mínútur og svo töfrasprotann í pottinn – kælt og á krukkur.

 

þessi fyrri er sætari og að okkar mati bragðbetri ef þú þolir hrásykur, en hafir þú tekið sykur úr mataræði þínu skaltu nota seinni uppskriftina.


Uppskrift #2

1300 gr. rabarbari – þveginn og skorinn í bita

650 gr. döðlur – lagðar í bleyti í 4 tíma og saxaðar mjög smátt

10-12 dropar vanillu Stevia

2 tsk kanill

safi úr 1/2 lime

allt soðið saman í ca. 45 mínútur og svo töfrasprotann í pottinn – kælt og á krukkur.

Rabarbari - sultugerð www.htveir.is

Hér er sultan búin að sjóða í 45 mínútur og einungis er eftir að mauka með töfrasprotanum og setja á krukkur eftir að sultan hefur kólnað aðeins.

 

Verði ykkur að góðu 🙂

Rabarbari - sultugerð www.htveir.is

Restin skorin niður, vigtuð og fryst.

Engin ástæða er til að útbúa sultu úr öllum rabarbaranum í einu því stilkarnir henta vel til frystingar, þeir eru þá brytjaðir niður og frystir án forsuðu.

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á facebook
Guðný Ósk hómópati á facebook

One Response to Rabarbari – sultugerð

 1. admin says:

  Það er um að gera að nýta allan rabarbarann. Þegar búið er að sulta er tilvalið að skella í gott rabarbarapæ og frysta svo restina til að nýta síðar í vetur. Hér fylgir uppskrift frá Albert sem er rosalega góð 🙂

  RABARBARAPÆ Alberts

  Rabarbari ca 4-5 leggir
  200 g smjör
  2 dl sykur
  1 tsk lyftiduft
  2 dl hveiti
  1 tsk vanilla eða vanillusykur
  2 egg

  Skolið rabarbarann og hreinsið, brytjið í 1-2 cm þykkar sneiðar. Setjið í eldfast form, vel botnfylli eða að vild.

  Bræðið smjör í potti, bætið útí þurrefnunum og loks eggjunum. Blandið vel saman. Hellið deiginu yfir rabarbarann. Bakið við 170 ° í 25-30 mín eða þangað til pæið er orðið gulleitt að ofan. Berið fram með rjóma eða ís.

  -Gott er að setja kókósmjöl, engifer eða kanil til tilbreytingar.

  -Vel má minnka smjörið um helming og nota (kókos)olíu á móti.

  http://www.alberteldar.com/2012/04/14/rabarbarapae/

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem kindle útgáfu (ebook) á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem kindle útgáfu (ebook).
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.