food_cravings

Hvaða þýðing er á bak við það „að langa óstjórnlega í eitthvað“ og lítið annað kemst að í huganum?

 

Hver hefur ekki upplifað yfirþyrmandi löngun í að verða að fá eitthvað sérstakt að borða, hvort sem það er súkkulaði, snakk, hamborgari, eða eitthvað annað? Eflaust höfum við öll upplifað slíkt ástand einhvern tímann á lífsleiðinni. Sennilega er slík löngun algengust eftir að hafa verið að skemmta sér, eftir mikla vinnutörn og einnig oft á meðgöngu. Ekki þarf alltaf að vera um einn einstakan atburð eða ástand að ræða til að þessi mikla löngum komi upp, það eru fjölmargar ástæður sem geta legið að baki slíkum löngunum.

 

Líkaminn getur verið að segja okkur til um að hann líði skort á einhverjum næringarefnum sem gætu hafa vantað í einhvern tíma í fæðu okkar og næringu. Oft mistúlkum við einnig merki líkamans og höldum að við séum svöng, en erum í raun þyrst. Því er ávallt gott ráð að byrja á því að fá sér að drekka, stórt glas af vatni.

 

stack-of-chocolate-pieces1

Löngun í súkkulaði
Auðvitað þýðir það ekki að líkamann skorti súkkulaði þegar ekkert kemst að í huganum annað en löngunin í súkkulaði. Líkaminn er frekar að kalla eftir magnesíum og gott dökkt súkkulaði, 70% eða meira, inniheldur hátt hlutfall magnesíum. Best er að velja þá lífrænt dökkt súkkulaði og einnig auka við magnesíumríka fæðu í mataræðið. Hnetur, fræ, fiskur og ferskt grænmeti eru góðir magnesíumgjafar.

 

Löngun í sætindi
Þegar löngunin í sætindi hellist yfir, þá skiptir litlu hvað það er sem við grípum bara ef það er SÆTT. Nammi, kex og bara hvað sem er sem er sætt undir tönn er það eina sem okkur langar í. Slíkt ástand bendir til blóðsykurfalls og líkaminn kallar á eldsneyti til að komast aftur í jafnvægi. Það að gefa eftir og „gúffa“ í okkur sætindum gerir ástandið aðeins verra og kemur af stað miklum blóðsykursveiflum og löngunin verður enn meiri. Best væri að fá sér ávöxt, þá fær líkaminn ávaxtasykur sem hefur ekki jafn mikil áhrif á blóðsykursveiflur líkamans. Ef líkaminn kallar sífellt eftir sætu gæti verið um steinefnaskort að ræða. Króm er sérlega hjálplegt til bægja frá þessari löngun og hjálpa blóðsykri að komast í jafnvægi.
PopcornLöngun í saltan mat
Oft getur mikil saltþörf og löngunin í popp og snakk bent til  sveiflna í streituhormónakerfi líkamans. Fyrsta skrefið er að finna út hvað það er sem veldur þessari streitu og finna leiðir til að ná stjórn á því sem veldur henni. Nýrnahetturnar hjálpa líkamanum að takast á við streituna með framleiðslu streituhormóna, en þær eiga oft fullt í fangi með þá framleiðslu í erilsömu nútíma lífsmynstri okkar. Gott er að prófa hugleiðslu, öndunaræfingar eða aðrar streitustjórnunaraðferðir. Rannsóknir (Háskólinn í Utah í Salt Lake City) hafa sýnt að þeir sem taka sér hlé til djúpöndunar og hugleiðslu áður en snakkpokinn er opnaður eru 25% ólíklegri til að opna pokann. Ef nýrnahetturnar hafa verið undir miklu álagi, er gott að styrkja líkamann með B-vítamíni, B-5 og C-vítamíni. Bæta við fersku grænmeti í mataræðið sem inniheldur steinefni sem styðja við nýrnahetturnar, sérstaklega kalíum.
chesse pizzaLöngun í osta
Algengt er að skortur sé á góðum fitusýrum í mataræði okkar nútímamannsins. Löngun í osta eða pizzur geta bent til að þig vanti fitusýrur. Borðið valhnetur, villtan lax, hörfræolíu eða hörfræ. Takið inn til viðbótar góðar olíur sem innihalda bæði EPA og DHA, sérstaklega Omega 3. Tveir til þrír skammtar af villtum laxi, handfylli af valhnetum eða 2 matskeiðar af muldum hörfræum í morgunsmoothie geta leitt til þess að löngunin í pizzur og osta verður lítil sem engin.
red-meatLöngun í rautt kjöt
Löngunin í góða steik eða hamborgara getur bent til þess að járnskortur sé í líkamanum. Konur eru sérstaklega viðkvæmar fyrir járnskorti yfir blæðingartímabilið. Gott er að bæta járnríkum baunum, belgjurtum, plómum, fíkjum og öðrum þurrkuðum ávöxtum í mataræðið. Ef þú borðar kjöt ættir þú að velja lífrænt nautakjöt. Gott er að hafa í huga að halda neyslu kjöts innan við 15 prósent af heildardagskammti. C-vítamín hjálpar til við upptöku járns, því er gott að bæta því einnig við járnríka fæðuinntöku. Sítrónur, appelsínur, paprika, tómatar og ber eru C-vítamínrík fæða.

 

Sífelld löngun í eitthvað
Sífellt nart kemur í veg fyrir gott mataræði. Þú sækir síður í hollustu og skortur á ýmsum nauðsynlegum næringarefnum fer að sýna sig. Skyndibiti slekkur aðeins á lönguninni í stuttan tíma og því er óæskilegt að stökkva til við fyrstu löngun. Vertu meðvitaður um það sem þú grípur í og setur ofan í þig, gerðu breytingar til batnaðar á mataræði þínu, sem henta þér og drekktu vatn.

vatnsglas - kranavatn

 

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is

www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.