Milk Thistle - Mjólkurþystill

Mjólkurþystill

Mjólkurþystill er mjög öflug lækningajurt og á sér langa sögu sem slík. Hún inniheldur sink, selen, járn og andoxunarefni. Fræ hennar gefa frá sér jurtakraft (Silymarin) sem örvar efnaskipti lifrarfrumna og er verndandi og styrkjandi fyrir lifrarstarfsemi líkamans.

Áhrif mjólkurþystils eru ekki einungis góð fyrir lifrarstarfsemina því einnig hefur jurtin góð áhrif á kólesteróljafnvægi, lækkun blóðsykursgilda og er talin gagnleg gegn krabbameini. Frábært er fyrir þá sem nota lyf sem reyna á lifrina, þar með taldir krabbameinssjúklingar í lyfjameðferð, að taka einnig inn mjólkurþystil.

Einnig hefur mjólkurþystill sýnt fram á góð áhrif gegn lifrarbólgu C og er talinn hafa hamlandi áhrif á frumuvöxt í brjóstakrabbameini, leghálskrabbameini og blöðruhálskirtliskrabbameini. Mjólkurþystill hefur einnig sýnt gagnsemi við röskun á starfsemi gallblöðru, við skorpulifur, sykursýki 2, Parkinsons-veiki, gulu, áráttuþráhyggjuröskun, höfuðverkjum, fyrirtíðaspennu og rósroða. Einnig er hann talinn mjög árangursríkur við slitgigt og vefjagigt, síþreytu og við exemi. Mjólkurþystill er tilvalinn til inntöku eftir áfengisneyslu þar sem hann aðstoðar við hreinsun lifrarinnar, hann styrkir meltingarveginn og hefur reynst vel við iðraólgu, ristilbólgu og Crohn´s.

Mjólkurþystil er hægt að drekka sem te, taka inn sem urtaveig eða í hylkjum, þá er best að taka inn hylki sem merkt eru að hver skammtur innihaldi að minnsta kosti 70% -80% Silymarin.

 

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem kindle útgáfu (ebook) á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem kindle útgáfu (ebook).
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.